Svörum kallinu Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 20. nóvember 2020 11:02 Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Alþingi Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Ekki aðeins úttekt vegna geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga líkt og gert var árið 2016 heldur að fela ríkisendurskoðanda að framkvæma heildarúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni í landinu þar sem slík úttekt hefur enn ekki farið fram. Ég, ásamt öðrum þingmönnum Miðflokksins og Sjálfstæðisflokks hef þess vegna, með vísan til 17. gr. laga um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga, nr. 46/2016, óskað eftir því að ríkisendurskoðandi taki saman skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir því að í skýrslunni komi fram stefna, skipulag, kostnaður og árangur í geðheilbrigðismálum. Undanfarið hefur verið fjallað um geðheilbrigði í fjölmiðlum. Geðhjálp hefur verið með herferð undir yfirskriftinni „39“ er táknar fjölda sjálfsvíga á síðasta ári og að meðaltali síðustu 10 ár. Með herferðinni voru einnig lagðar fram níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang. Fyrsta aðgerðin sem Geðhjálp benti á var einmitt sú að gerð verði heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Við þessu ákalli erum við að bregðast með því að óska eftir úttekt ríkisendurskoðanda en úttektin er nauðsynleg svo hægt sé að ná utan um málaflokkinn og auka samhæfingu þeirra þriggja stoða sem eru á hendi ríkisins (sjúkrahús, heilsugæsla og sérfræðiþjónusta). Ætlunin er líka að úttektin taki til búsetu- og félagsþjónustu sveitarfélaga þannig að styrking hennar og samhæfing við þjónustu ríkisins verði auðsóttari. Með því að fá úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu verður til yfirsýn sem þarf að vera fyrir hendi til þess að geta séð hvar vel er staðið að málum og hvar þarf að gera betur. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar