Rússar vilja geta lokað á bandaríska samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 10:35 RT er á meðal fjölmiðla sem Twitter merkir sem ríkisfjölmiðil. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld. Vísir/Getty Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“. Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“.
Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira