Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 15:40 Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. EPA/BIONTECH SE Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja. Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. Í yfirlýsingunni segir ekkert um hver margar hafi heppnast og hve alvarlegar þær hafi verið. Árásirnar hafa að mestu beinst að lyfjafyrirtækjum í Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi, Indlandi og Suður-Kóreu. Microsoft segir að um einn hóp tölvuþrjóta frá Rússlandi sé að ræða og tvo hópa frá Norður-Kóreu. Rússneski hópurinn kallast Fancy Bear og er á vegum GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands. Hann hefur komið að fjölmörgum tölvuárásum víða um heim á undanförnum árum. Þar má nefna tölvuárásina á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2016, árásir á tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, þýska þingið og tölvukerfi kanslara Þýskalands. Hópurinn hefur einnig verið sakaður um tölvuárásir á framboð Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hóparnir frá Norður-Kóreu þóttust meðal annars vilja ræða við starfsmenn lyfjafyrirtækja um atvinnutækifæri og reyndu þeir einnig að senda fólki dulbúna tölvupósta til að plata það til að gefa upp notendanafn sitt og lykilorð. Slíkar árásir kallast phishing-árásir. Þeir reyndu einnig að komast inn í tölvukerfi fyrirtækja með því að reyna fjölmargar samsetningar notendanafna og lykilorða. Yfirvöld í Bandaríkjunum sökuðu Kínverja í sumar um tölvuárásir sem ætlað var að stela upplýsingum um þróun bóluefna, eins og rifjað er upp í frétt AP fréttaveitunnar. Tveir kínverskir menn voru þá ákærðir fyrir að reyna að brjótast inn í tölvukerfi bandarískra fyrirtækja.
Tölvuárásir Rússland Norður-Kórea Bólusetningar Tengdar fréttir Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28