„Já, er það út af Covid?“ Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 11. nóvember 2020 15:30 Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Börn víðsvegar um heiminn eru farin að útskýra umhverfi sitt oftar en ekki í tengslum við Covid. Fimm ára gömul dóttir mín spurði mig nýverið: „Af hverju getum við ekki farið til ömmu og afa?“ og í sömu andrá spurði hún aftur: „Já, er það út af Covid?“ Ég horfði á litlu ömmu og afastelpuna og svaraði: „Já, út af Covid.“ Eins og svo margt annað í okkar umhverfi í dag, út af Covid. Fullorðna fólkið er ekki alveg með það á hreinu, hvernig túlka eigi þessa tíma, en hvað þá börnin. Það er svo margt sem er mikilvægt í uppeldi, andlegri heilsu og vellíðan sem má ekki út af Covid. Sumir upplifa að síðustu vikur líki til bíómyndarinnar Groundhog Day, þar sem að Bill Murray upplifði sama daginn margsinnis. Skemmtanir í leik og starfi, tómstundir, ferðalög og sækja fjölmenna staði var ef til vill stór partur af félagslífi einstaklinga. Það eru eflaust margir hlutir í lífi okkar sem eru tilbreytingarsnauðari en áður. Þessi tími kallar á ný áhugamál, nýjar lausnir og nýja sýn á það, hvað veitir einstaklingnum gleði. Við getum litið á það sem svo, að við séum hér með tækifæri til að skapa nýjar hefðir og lærdóm. Það eru tækifæri í „Já, er það út af Covid?“-tímanum. Covid lærdómurinn Við lærðum að það eru forréttindi að eiga vini og fjölskyldu. Við lærðum að einangrun, sem allt of margir upplifa alla daga og margir ekki vegna Covid, er dauðans alvara. Við lærðum að kærleikur og samvera glæðir daga okkar lífi. Við lærðum að vera þakklát fyrir heilsu okkar og ástvina. Við lærðum að vera umburðarlynd gagnvart náunganum og trúa því að fólk er að gera sitt besta. Öll erum við þó bara manneskjur. Farsóttarþreyta Í fyrstu bylgjunni féllust allir á að halda niðri í sér andanum og komast í gegnum þetta. Þetta var erfitt en spennandi í senn. Við gátum þetta og hugsuðum: „Vá, þetta mun fara í sögubækurnar, skrítið að upplifa svona áhugaverða tíma.“ Hljóðið er þó annað hjá mörgum í dag, skammdegið dregur okkur til sín og róðurinn þyngist á mörgum heimilum. Börnin ræða Covid, sóttkví og einangrun. Við útskýrum fyrir þeim nýjar reglur með þreytulegum tón. Við reynum að gera það á einfaldan hátt en sjálf erum við að átta okkur á því hvernig reglurnar virka. Nú er því mikilvægt að reyna að finna þakklætið og gleðina í hversdagsleikanum. Auðvitað er þetta erfitt og hundleiðinlegt en við höfum ekki stjórn á heimsfaraldrinum né ákvörðunum stjórnvalda. Hverju höfum við þá stjórn á? Við höfum stjórn á okkar hugsunum, hvað við gerum og hvernig við upplifum hlutina. Tökum stjórn á því, sem við getum stjórnað. Hvað getum við gert? ·Setjum okkur markmið með því að skrifa niður lítil markmið fyrir hvern dag og verðlaunum okkur, þegar markmiðum er náð. ·Hægt er að fara í hugmyndavinnu með fjölskyldumeðlimum, um hvað fjölskyldan geti gert saman. ·Búa til lista fyrir með athöfnum, sem að láta okkur líða vel á líkama og sál. ·Við matarborðið er mögulega hægt að fara hringinn og ræða daginn. Þar sem að hver og einn segir skemmtilegu atviki þann daginn og öðru atviki sem var erfitt. Einnig er hægt að gera það sama með þakklæti. ·Verum umburðarlynd við okkur sjálf, setjum ekki of miklar kröfur á okkur eða aðra. Leyfum okkur að vera allskonar. ·Sjáum ástvini okkar og tölum við þá. ·Setjum upp jólaljós, kveikjum á kertum og (fjar)föðmum ástvini okkar og okkur sjálf. Þakklæti getur breytt sýn okkar, frá því að skorta eitthvað í lífið yfir í að upplifa nægju. Gangi okkur vel. Höfundur er sálfræðingur
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun