Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 07:52 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Sarah Silbiger/Getty Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira