Starfsmannastjóri Hvíta hússins með kórónuveiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 07:52 Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Sarah Silbiger/Getty Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19. Frá þessu greinir Bloomberg-fréttastofan og vísar til heimildamanna sinna sem þekkja til málsins. Samkvæmt Bloomberg greindist Meadows með veiruna síðastliðinn miðvikudag, daginn eftir að Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu. Meadows er sagður hafa upplýst sinn innsta ráðgjafahring um greininguna samdægurs. Að minnsta kosti fjórir aðrir starfsmenn Hvíta hússins eru þá sagðir hafa sýkst af veirunni. Þeirra á meðal er Cassidy Hutchinson, en hún er einn nánasti ráðgjafi Meadows. Þá hefur Nick Trainer, ráðgjafi úr herbúðum framboðs Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, einnig greinst með veiruna. Hvorki Meadows né talsmenn Hvíta hússins hafa brugðist við skilaboðum Bloomberg-fréttastofunnar þegar óskað var eftir viðbrögðum af einhverjum toga. Þá hafa Trainer og talsmenn framboðs forsetans ekki heldur viljað tjá sig um málið. Starfsmannastjórinn sjaldan með grímu Meadows hefur síðustu daga tekið þátt í tilraunum framboðs forsetans til þess að kæra framkvæmd kosninganna í þó nokkrum ríkjum þar sem Joe Biden er nú með forskot á forsetann, að því er Bloomberg hefur eftir heimildarmanni sínum. Þá segir að hluti starfsmannahóps Hvíta hússins hafi vitað af því að Meadows greindist með veiruna, en hafi verið skipað að halda því leyndu. Síðastliðinn þriðjudag var Meadows staddur í höfuðstöðvum framboðsins án grímu og hið sama var uppi á teningnum á miðvikudag, daginn sem hann greindist. Samkvæmt Bloomberg sést Meadows sjaldan með grímu, líkt og forsetinn sjálfur og fjöldi annarra úr starfsliði hans. Donald Trump greindist í síðasta mánuði sjálfur með kórónuveiruna, ásamt tugum öðrum sem tengjast honum. Þeirra á meðal eru Melania Trump forsetafrú og Barron, yngsti sonur þeirra. Um 9,7 miljónir hafa nú greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og yfir 236.000 látið lífið af völdum Covid-19.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira