Atvinnulífið tekur við keflinu! Soffía Sigurgeirsdóttir og Stella Samúelsdóttir skrifa 9. nóvember 2020 09:00 UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Jafnréttismál Félagasamtök Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
UN Women hefur verið í fararbroddi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og efnahagslegri valdeflingu kvenna á heimsvísu. Byggt á þeim áherslum var Jafnréttissáttmáli UN Women og Global Compact kynntur til að stuðla að aukinni samfélagsábyrgð fyrirtækja í átt að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Árið 2014 ákváð UN Women á Íslandi í samstarfi við Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð að setja á laggirnar Hvatningarverðlaun jafnréttismála. Árið 2017 bættist svo Háskóli Íslands í hóp samstarfsaðila. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Aukið jafnrétti á atvinnumarkaði er ekki einungis lagalega og siðferðislega rétt heldur er það fyrirtækjum til heilla bæði út frá samfélagslegri ábyrgð og viðskiptalegum forsendum. Frá árinu 2014 hafa verðlaunin verið veitt alls sex sinnum til fyrirtækja sem valin hafa verið af dómnefnd vegna áherslna sinna í jafnréttismálum. Á árinu 2014 hlaut Rio Tinto verðlaunin, árið 2015 Orkuveitan, árið 2016 hlaut Íslandsbanki verðlaunin, árið 2017 Vodafone, Sagafilm fékk verðlaunin árið 2018 og á síðastliðnu ári hlaut Landsvirkjun Hvatningaverðlaun jafnréttismála. Öll þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að stjórnendur þeirra tóku ákvörðun að breyta stöðunni og efla jafnrétti innan fyrirtækja sinna. Stjórnendur þessara fyrirtækja eru allir sammála um að sú ákvörðun hafi gert fyrirtækið að betra fyrirtæki. Nú er komið að því að veita verðlaunin í sjöunda sinn á rafrænum viðburði þann 18. nóvember næstkomandi. Á þessum árum hafa mörg framfaraskref verið tekin af atvinnulífinu í jafnréttismálum og því ber að fagna. Því teljum við hjá UN Women á Íslandi á þessum tímapunkti, að lokinni afhendingu verðlaunanna í ár, sé komið að því að UN Women á Íslandi dragi sig út úr samstarfinu sem framkvæmdaraðila Hvatningarverðlauna jafnréttismála og afhendir keflið að fullu Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands. Það er enn langt í land einkum hvað varðar kynjahlutföll stjórnenda, en við teljum að atvinnulífið sé reiðubúið að leiðrétta það hratt. Stjórnendur eru orðnir meðvitaðir um að jafnréttismál hafa með samkeppnishæfni fyrirtækja að gera. Rannsóknir sýna að fjárfesting í valdeflingu kvenna á atvinnumarkaði dregur úr fátækt, eykur hagvöxt og hefur jákvæð áhrif á sjálfbæra þróun. Við erum þess fullviss að á þessum tímapunkti sé atvinnulífið vel í stakk búið að halda merkjum jafnréttis á lofti og muni halda áfram á þeirri gríðarlegu mikilvægu vegferð að jafna hlut kvenna í atvinnulífinu. Við þökkum fyrir gott samstarf og hlökkum til að fylgjast með á hliðarlínunni. Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórnarkona UN Women á Íslandi. Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar