Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 14:33 Jólasveinsleikari að störfum í Disney-skemmtigarði. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Aðstoðarráðherra hafði boðið jólasveinaleikurum forgang að bóluefni við veirunni gegn því að þeir tækju þátt í herferðinni. Jólasveinarnir áttu að tala um gagnsemi bólusetningar gegn Covid-19. Auk þeirra ætlaði ráðuneytið að birta auglýsingar í sjónvarpi, útvarpi, netinu og hlaðvörpum til að „draga úr örvæntingum, hvetja til vonar og ná þjóðarbata“, að því er Wall Street Journal hefur upp úr gögnum um verkefnið sem blaðið hefur undir höndum. Alls átti að verja 250 milljónum dollara í áróðursherferðina, jafnvirði um 34,8 milljarða íslenskra króna. Hugmyndin um að bjóða þeim sem leika jólasveina aðgang að bóluefni á undan almenningi kom frá Michael Caputo, aðstoðarráðherra. Hann fór nýlega í veikindaleyfi í sextíu daga eftir að hafa greinst með krabbamein. Skömmu áður en það gerðist hafði hann birt myndband af vanstilltum reiðilestri þar sem hann sakaði vísindamenn alríkisstjórnarinnar meðal annars um uppreisn gegn Donald Trump forseta. Talsmaður heilbrigðisráðuneytisins fullyrðir að Alex Azar, ráðherra, hafi ekki haft grænan grun um tilraunir Caputo til að fá jólasveina til liðs við herferðina. Hann staðfestir að búið sé að blása samstarfið af. Herferðin er nú til innri endurskoðunar í ráðuneytinu. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til“ Wall Street Journal vitnar í og birtir hljóðupptökur af símtali Caputo og Rics Erwin, formann Bræðrareglu alvöru skeggjaðra jólasveina, frá því í ágúst. Þar fullyrti Caputo að bóluefni fengi líklega vottun um miðjan nóvember og að því yrði dreift til framlínustarfsmanna fyrir þakkargjörðarhátíðina. „Ef þú og starfsbræður þínir eru ekki nauðsynlegir starfsmenn veit ég ekki hverjir þeir eru,“ segir Caputo í símtalinu. Staðhæfir hann að Trump forseti eigi eftir að „elska“ hugmyndina. „Þar sem þú værir að gera sveinka alvarlegan greiða þyrfti sveinki sannarlega að svara í sömu mynt,“ segir Erwin við Caputo. „Ég er til, sveinki, ef þú ert til,“ segir aðstoðarráðherrann. Hugmynd Caputo var að jólasveinarnir tækju þátt í viðburðum í allt að 35 borgum. Leikarar sem leika eiginkonu jólasveinsins eða jólaálfa hefðu einnig tekið þátt í herferðinni. Erwin, sem tók upp símtali og lét WSJ fá upptökuna, segist gríðarlega vonsvikinn með tíðindin um að hætt hafi verið við þátttöku jólasveinanna. „Þetta var stærsta von okkar fyrir jólin 2020 og nú lítur út fyrir að það verði ekki af því,“ segir hann. Demókratar á Bandaríkjaþingi höfðu gagnrýnt fyrirhuguðu kynningarherferðina og sökuðu Trump-stjórnina um að misnota almannafé til að fjármagna dulbúinn stjórnmálaáróður rétt fyrir forseta- og þingkosningar sem fara fram í næsta mánuði.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira