Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2020 13:28 Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir áframhaldandi verðbólgu yfir markmiði Seðlabankans slá vopnin úr höndum Seðlabankans við frekari lækkun vaxta. Vísir/Vilhelm Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56