Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 08:01 Aron Pálmarsson er í sóttkví vegna smits í herbúðum Barcelona en nær nokkrum æfingum með spænska liðinu áður en hann mætir til Íslands til móts við íslenska landsliðið. EPA/ANDREAS HILLERGREN Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01