Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:46 Fjöldi fólks kom saman til stuðnings tjáningarfrelsi og til að minnast kennarans sem var myrtur í Frakklandi um helgina. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20