Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 12:46 Fjöldi fólks kom saman til stuðnings tjáningarfrelsi og til að minnast kennarans sem var myrtur í Frakklandi um helgina. AP/Michel Euler Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. Átján ára gamall piltur af téténskum uppruna afhöfðaði sögukennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni á föstudag. Lögreglumenn skutu morðingjanna til bana skammt frá vettvangi. Húsleitirnar sem voru gerðar í dag tengjast þó ekki beint rannsókninni á morðinu. Þær beinast að tugum manna sem er talið að hafi birt stuðningsyfirlýsingar við morðingjann á samfélagsmiðlum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gerard Darmanin, innanríkisráðherra, segir að um áttatíu tilkynningar hafi borist um haturorðræðu frá því á föstudag og boðar að slíkar aðgerðir haldi áfram út vikuna. Ríkisstjórnin hótar því að láta loka samtökum múslima ef þær eru taldar boða hatur. Á meðal þeirra sem eru nú til rannsóknar eru Samtök gegn andúð á íslam sem yfirvöld telja að hvetji til undirróðurs gegn stjórnvöldum. Minntust kennarans um helgina Samuel Paty, 47 ára gamall kennarinn sem var myrtur, hafði fengið hótanir eftir að hann sýndi skopmyndirnar í tíma þar sem hann ræddi við nemendur um tjáningarfrelsi. Saksóknarar segja að hann hafi beðið nemendur sem væru íslamstrúar að líta undan ef þeir vildu ekki sjá myndirnar. Íslamstrú bannar myndir af spámanninum og guði. Morðinginn hafði engin tengsl við Paty eða skólann. Hann er sagður hafa ekið um hundrað kílómetra frá Normandí og beðið nemendur um að benda sér á kennarann. Þegar kennarinn gekk heim á leið elti morðinginn á og skar hann á háls. Þegar lögregla reyndi að handtakan hann skaut hann úr loftbyssu. Lögreglumenn brugðust við með því að skjóta hann níu sinnum. Ellefu manns hafa verið handteknir í tengslum við morðið. Darmanin segir að á meðal þeirra sé faðir nemanda við skólann þar sem Paty kenndi og íslamskur aðgerðarsinni sem eru taldir hafa lýst yfir svonefndu fatwa, trúarskoðun, gegn kennaranum. Fjórir aðrir eru sagðir ættingja morðingjans. Morðinginn hafði fengið landvistarleyfi sem flóttamaður til tíu ára í mars, að sögn AP-fréttastofunnar. Þúsundir manna komu saman til að minnast Paty í Frakklandi um helgina og til stendur að heiðra minningu hans á landsvísu á miðvikudag. Emmanuel Macron, forseti, lét hafa eftir sér í gær að íslamistar gætu ekki um frjálst höfuð strokið í Frakklandi.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Birti myndir af afhöfðuðu líkinu á Twitter Maðurinn sem myrti kennara í úthverfi Parísar í gær beið fyrir utan skólann og bað nemendur að benda á skotmark sitt að sögn frönsku hryðjuverkalögreglunnar. 17. október 2020 18:20
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20