Harris hættir við kosningafundi vegna kórónuveirusmits Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 20:12 Harris situr í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar nú um hæstaréttardómaraefni Trump forseta. Hún og fleiri þingmanna hafa tekið þátt í nefndarstarfinu með fjarfundarbúnaði vegna faraldursins. Vísir/EPA Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrataflokksins, aflýsti kosningaviðburðum fram yfir helgi í varúðarskyni eftir að einn nánasti ráðgjafi hennar greindist smitaður af kórónuveirunni. Sjálf greindist Harris ekki smituð í gær en hún fer í aðra sýnatöku í dag. Innan við þrjár vikur eru nú til forseta- og þingkosninga í Bandaríkjunum og var dagskrá Harris þétt næstu dagana. Hún átti að koma fram í Norður-Karólínu þar sem litlu munar í skoðanakönnunum á fylgi Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda demórkrata, í dag. Framboð Biden tilkynnti í dag að öll ferðaáform Harris hefðu verið slegin út af borðinu til og með sunnudeginum vegna þess að Liz Allen, samskiptastjóri hennar, greindist smituð af veirunni í gær. Auk Allen greindist flugliði sem flaug með Harris á kosningafund í Arizona í síðustu viku smitaður, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Harris er ekki sögð hafa verið nálægt þeim smituðu síðustu tvo dagana fyrir greininguna. Hún hafi verið með grímu í flugvélinni og bæði Allen og flugliðinni greindust neikvæð fyrir veirunni fyrir og eftir flugferðina. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett sterkan svip á kosningabaráttuna í ár enda eru nú á þriðja hundrað þúsund manns látnir vegna hans í Bandaríkjunum. Trump forseti greindist sjálfur smitaður af veirunni fyrr í þessum mánuði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Trump endurræsir vélarnar á faraldsfæti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir að því að endurræsa framboð sitt til endurkjörs á komandi dögum. Frestur forsetans til að ná tökum á kosningabaráttunni við Joe Biden, sem hefur vaxið ásmegin í könnunum, er að renna út. 12. október 2020 08:44
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43