Vildi ekki svara spurningu um þungunarrof Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 14:58 Amy Coney Barrett segjast túlka ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna og lög eins og þau hafi verið skrifuð. AP/Susan Walsh Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til Hæstaréttar landsins, neitaði í dag að svara spurningu um hvað henni þætti um dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs og hvort fella ætti það fordæmi úr gildi. Málið sem skapaði þetta fordæmi kallast Roe v.Wade. Barrett situr fundi dómsmálanefndar öldungadeildarinnar þessa dagana en til stendur að greiða atkvæði um tilnefningu hennar þann 22. október. Í kjölfar þess yrði þingið kallað saman og allir öldungadeildarþingmenn greiða þá atkvæði um tilnefninguna. Útlit er fyrir að atkvæði verði greidd eftir flokkslínum og þar sem Repúblikanar eru í meirihluta þýðir það að Barrett verði taki við Ruth Bader Ginsburg sem dó í síðasta mánuði. Í upphafi fundarins í dag sagði Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndarinnar, að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að tryggja að tilnefning Barrett yrði staðfest. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp á að gera það fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember í næsta mánuði. Þingkonan Diana Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar gagnvart Roe v. Wade, þar sem fregnir hafa borist af því að dómarinn hafi í gegnum árin lýst yfir vanþóknun sinni á dómafordæminu og jafnvel skrifað undir yfirlýsingar um að fella eigi það úr gildi. Þingkonan Dianne Feinstein spurði Barrett út í afstöðu hennar varðandi dómafordæmi sem veitir bandarískum konum rétt til þungunarrofs.AP/Kevin Dietsch Hún sagðist ekki vilja svara þeirri spurningu því hún myndi ekki taka sæti í Hæstarétti með sérstaka afstöðu í huga. Hún myndi taka ákvörðun í hverju máli sem færi fyrir Hæstarétt fyrir sig. Kannanir sýna að naumur meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum er mótfallinn því að Barrett verði skipuð til Hæstaréttar þegar svo stutt er í kosningar. Þar að auki er mikill meirihluti kjósenda mótfallinn því að fordæmi Roe v. Wade verði fellt úr gildi. Verði tilnefning Barrett staðfest verður hún sjötti dómarinn, af níu, sem skipuð var í embætti af íhaldssömum forseta. Demókratar óttast að með þeim meirihluta verði Roe v. Wade fellt úr gildi og sömuleiðis núverandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, sem kallast Obamacare í daglegu tali. Hæstiréttur mun taka fyrir mál gegn Obamacare um viku eftir kosningarnar. Áður en hún var spurð út í Roe v. Wade sagði Barrett að hún nálgaðist túlkun á stjórnarskrá Bandaríkjanna með íhaldssömum hætti. Hún myndi reyna að túlka stjórnarskránna eftir bókstaflegri skráningu ákvæða hennar. „Bandaríkjamenn eiga sjálfstæðan Hæstarétt skilið, sem túlkar stjórnarskránna og lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði Barrett.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58 Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Amy Coney Barrett situr fyrir svörum í öldungadeildinni Amy Coney Barrett, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna mun síðar í dag mæta fyrir þingnefnd í öldungadeildinni og svara þar spurningum þingmanna sem eiga síðan að ákveð hvort hún sé hæf til starfans. 12. október 2020 07:58
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09