10 aðgerðir Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 9. október 2020 13:02 Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Ágúst Ólafur Ágústsson Efnahagsmál Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hvað þarf eiginlega að gera til að koma Íslandi aftur á fætur? Næstu jól stefnir í að allt 25-30.000 manns verði atvinnulaus en það eru fleiri störf en eru samanlagt á Akureyri, Reykjanesbæ, öllum Austfjörðum og Vestfjörðum. Atvinnuleysi er því okkar helsta áskorun og því höfum við í Samfylkingunni lagt til 32 alvöru aðgerðir. Förum yfir 10 atriði: 1. Aðgerðir Samfylkingarinnar munu búa til þrisvar sinnum fleiri störf en þau sem tillögur ríkisstjórnar gera ráð fyrir. 2. Við viljum fjölga störfum, BÆÐI hjá einkageiranum OG hjá hinu opinbera. Sem dæmi vantar 400 hjúkrunarfræðinga, mörg hundruð sjúkraliða, 200 lögreglumenn, fjöldann allan af skólafólki, sálfræðingum, félagsráðgjöfum í skóla og heilsugæslu. Þá er barnaverndarkerfið og félagslega þjónustan undirmönnuð og svona mætti lengi telja. Mikið af þessu fólki höfum við nú þegar menntað. Fjármálaráðherra sagði hins vegar að fjölgun opinberra starfa væri „versta hugmynd“ sem hann hefði heyrt. Iðnaðarmaðurinn, búðareigandinn og litlu þjónustufyrirtækin 3. Við viljum að tryggingargjald verði fellt niður í a.m.k. eitt ár fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki þannig að öll fyrirtæki fái 2 milljón kr. afslátt af tryggingagjaldi. Þetta er atvinnuskapandi skattalækkun í stað sértækrar skattalækkunar ríkisstjórnarinnar sem setur núna í forgang að lækka fjármagnstekjuskatt til hinna allra ríkustu en einungis 1% af ríkustu Íslendingunum aflar um 50% allra fjármagnstekna í landinu. Samfylkingin vill í staðinn huga að litlum fyrirtækjunum, iðnaðarmanninum, búðareigandanum og litlu þjónustufyrirtækjum. 4. Við munum styrkja fyrirtæki sem ráða fólk af atvinnuleysisskrá í stað þessa að niðurgreiða uppsagnir eins og ríkisstjórnin gerir. Það er fáheyrt aðgerð að nota almannafé til að hjálpa fyrirtækjum að segja upp fólki enda gerir engin ríkisstjórn það í nágrannalöndunum. Getur þú lifað á 240 þús kr? 5. Við viljum draga úr vinnuletjandi skerðingum gagnvart barnafólki og öryrkjum. 6. Við munum hækka atvinnuleysisbætur og hækka grunnbætur til aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að þessir þrír hópar eiga að lifa á um 240 þúsund kr. á mánuði. Enginn ráðherranna segist geta lifað af slíkri upphæð. 7. Við viljum styrkja sveitarfélögin sem sjá um nærþjónustuna, byggja nýjan geðspítala og fjárfesta almennilega um allt land. Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár nemur einungis 1% af landsframleiðslu og auðvitað dugar það ekki til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár. Græn atvinnubylting 8. Við viljum innleiða græna atvinnustefnu með metnaðarfyllri loftslagsaðgerðum, stofna grænan fjárfestingarsjóð og stórefla grænmetisframleiðslu og skógrækt. 9. Við viljum hækka endurgreiðsluhlutfall vegna kvikmyndagerðar, fjölga listamannalaunum og styrkja sérstaklega sviðslistafólk. 10. Við viljum stórefla nýsköpun, hátækniiðnaðinn og efla fjarheilbrigðisþjónustu. Viðbót ríkisstjórnarinnar í nýsköpun næsta árs er einungis 0,3% af landsframleiðslu, sem er nánast ekki neitt til að tala um. Ábyrga leiðin úr atvinnukreppu Þetta er hluti af tillögum Samfylkingarinnar þar sem kostnaðurinn er um 80 milljarða kr (sem er sama upphæð og brúarlán ríkisstjórnarinnar áttu að kosta en þau misstu algjörlega marks). Hins vegar kostar hvert prósentustig í atvinnuleysi um 6,5 milljarða kr. fyrir utan hinn mannlega harmleik sem því fylgir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar lækka atvinnuleysi einungis um eitt prósentustig. Við viljum hins vegar fjárfesta með mun myndarlegri hætti í fólki og fyrirtækjum og taka lengri tíma til að borga niður hallann. Stundum þarf að verja pening til að búa til pening. Þær aðstæður eru núna. Þetta er það sem Samfylkingin kallar ábyrga leiðin. Það er óábyrgt að gera of lítið í svona ástandi eins og ríkisstjórnin er að gera. Það er ábyrgt að taka stór græn skref núna, eins og Samfylkingin leggur til. Vinna og velferð þar sem græn uppbygging um allt land er okkar rauði þráður. Þetta er leið úr atvinnukreppu til grænnar framtíðar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun