„Það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 07:13 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sést hér fyrr í vikunni á svölum Hvíta hússins eftir að hann útskrifaðist af spítala. Getty/Jabin Botsford Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu. Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ýjað að því að hann muni halda kosningafund í Flórída á morgun, laugardag. Trump greindist með Covid-19 fyrir rúmri viku og sagði Sean Conley, læknir forsetans, í yfirlýsingu í gær telja að hann gæti farið aftur að sinna opinberum embættisskyldum á laugardag. Áður hafði Conley gefið í skyn að forsetinn myndi ekki snúa aftur til opinberra starfa, og þar með úr einangrun, fyrr en á mánudag. Forsetinn var í viðtali við Sean Hannity á Fox News í gærkvöldi. Hannity spurði Trump meðal annars hvort hann væri búinn að greinast neikvæður fyrir veirunni en hann vék sér undan því að svara spurningunni. Í staðinn sagði hann frá lyfjunum sem honum hefðu verið gefin sem tilraun til meðferðar við Covid-19. Þá kvaðst forsetinn búast við því að fara í sýnatöku í dag, föstudag. Flórída á laugardagskvöld og jafnvel Pennsylvanía á sunnudag Hannity spurði forsetann einnig hvort hann hefði farið í einhverja sýnatöku síðan hann greindist jákvæður í síðustu viku. „Sko, það sem við erum að gera, er að sýnatakan verður væntanlega á morgun. Hin raunverulega sýnataka því það er engin ástæða til að vera alltaf að taka sýni,“ sagði Trump. Varðandi mögulegan kosningafund í Flórída á morgun sagði Trump að fundurinn yrði líklega haldinn ef nægur tími væri til þess að skipuleggja hann. „Við viljum halda kosningafund í Flórída, líklega í Flórída á laugardagskvöld, svo gætum við komið til baka og haldið einn í Pennsylvaníu kvöldið eftir,“ sagði forsetinn. Flestir þeirra stuðningsmanna Trump sem mæta á kosningafundi hans eru ekki með grímur og virða ekki fjarlægðarmörk og hefur kosningafundur forsetans í Tulsa í Oklahoma fyrr á árinu til að mynda verið tengdur við mikla fjölgun smita sem varð í borginni. Ætla að ræða heimild til að víkja forseta úr embætti vegna vanheilsu Í frétt Guardian um viðtal Hannity við Trump segir að forsetinn hafi verið með hása rödd og hafi stundum þurft að gera hlé á máli sínu til að hósta. Viðtalið við Hannity er þó ekki eina viðtalið við Fox sem Trump veitti í gær. Fyrr um daginn hafði hann rætt við Fox Business þar sem hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum við Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, þann 15. október. Tilkynnt var í gær að kappræðurnar yrðu rafrænar þar sem áhyggjur væru uppi um að forsetinn yrði enn smitandi og myndi þannig breiða út veiruna. Sagði Trump að hann ætlaði ekki að eyða tíma sínum í slíkar kappræður. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í gær að Demókratar á Bandaríkjaþingi ætli að funda til þess að ræða 25. breytinguna á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Breytingin kveður á um heimild til þess að víkja forseta úr embætti, gegn hans vilja, vegna líkamlegrar eða andlegrar vanheilsu.
Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira