Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 13:01 Óskari Bjarna Óskarssyni skráði sig á Twitter í gær og lét gamminn geysa. vísir/daníel Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020 Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27
87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03