Stöndum vörð um fjölskyldur og samfélag! Friðrik Már Sigurðsson skrifar 29. september 2020 13:30 Þann 22. ágúst 2019 skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarp nefndarinnar var svo kynnt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 23. september sl. Nokkur umræða hefur skapast um niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar skiptingu orlofs, en nefndin leggur til að sjálfstæður réttur hvors foreldris verði sex mánuðir, en foreldrum verði þó heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu heldur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því fram að frumvarp nefndarinnar sé aðför að fæðingarorlofskerfinu. Hann stingur uppá því að áfram verði þrír mánuðir til ráðstöfunar fyrir hvort foreldri og sex mánuðir til skiptana. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hefur einnig gert tillögu nefndarinnar að umfjöllunarefni sínu og segir að “óþolandi forræðishyggja og ósveiganleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum”. Þá hefur Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, lýst því yfir að Miðflokkurinn muni leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og geti skipt þeim með sér eins og þeim hentar. Rétt er að benda á að Vilhjálmur, Halldóra og Anna Kolbrún eru fulltrúar sinna flokka í velferðarnefnd Alþingis. Innan nefndar um heildarendurskoðun laganna skapaðist opin og gagnleg umræða um það hvernig best væri að hátta skiptingu orlofs milli foreldra. Við vinnu nefndarinnar fékk hún til sín fulltrúa ýmissa hagsmunahópa sem og fræðasamfélagsins og tel ég frumvarpið í heild sinni bera þess vitni. Fulltrúar í nefndinni voru sammála um að mikilvægt væri að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Ber að nefna að niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þáttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Annað markmið laganna er að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Ef við skoðum samþættingu brjóstagjafar og atvinnulífs þá felur frumvarp nefndarinnar það í sér að foreldri hafi nú í fyrsta sinn sex mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs. Þetta tryggir rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Ég má til með að nefna að Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi barist fyrir jafnri skiptingu réttinda foreldra í fæðingarorlofi og hefur lýst yfir að endurskoðun núgildandi laga sé löngu tímabær. Þá sýnir félagið einnig mikla framsýni í afstöðu sinni að réttindum á vinnumarkaði eigi ekki að deila með öðrum. Ég tel mikilvægt að það komi fram að það frumvarp sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem rík áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og að markviss skref verði tekin til þess að útrýma kynbundnum launamun. Þá er mikilvægt að hafa í huga að engin vísindaleg rök mæla með mikilli tilfærslu orlofs milli foreldra. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á mikilvægi sjálfstæðra óframseljanlegra réttinda. Frumvarpið er stórt skref í átt að betra samfélagi. Það veitir börnum og foreldrum lengri tíma til samvista og gefur foreldrum jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Stöndum vörð um fjölskyldur landsins og byggjum betra samfélag til framtíðar. Höfundur var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fæðingarorlof Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 22. ágúst 2019 skipaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, nefnd í tengslum við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Frumvarp nefndarinnar var svo kynnt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda þann 23. september sl. Nokkur umræða hefur skapast um niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar skiptingu orlofs, en nefndin leggur til að sjálfstæður réttur hvors foreldris verði sex mánuðir, en foreldrum verði þó heimilt að framselja einn mánuð sín á milli. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu heldur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, því fram að frumvarp nefndarinnar sé aðför að fæðingarorlofskerfinu. Hann stingur uppá því að áfram verði þrír mánuðir til ráðstöfunar fyrir hvort foreldri og sex mánuðir til skiptana. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, hefur einnig gert tillögu nefndarinnar að umfjöllunarefni sínu og segir að “óþolandi forræðishyggja og ósveiganleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum”. Þá hefur Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, lýst því yfir að Miðflokkurinn muni leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og geti skipt þeim með sér eins og þeim hentar. Rétt er að benda á að Vilhjálmur, Halldóra og Anna Kolbrún eru fulltrúar sinna flokka í velferðarnefnd Alþingis. Innan nefndar um heildarendurskoðun laganna skapaðist opin og gagnleg umræða um það hvernig best væri að hátta skiptingu orlofs milli foreldra. Við vinnu nefndarinnar fékk hún til sín fulltrúa ýmissa hagsmunahópa sem og fræðasamfélagsins og tel ég frumvarpið í heild sinni bera þess vitni. Fulltrúar í nefndinni voru sammála um að mikilvægt væri að hafa sjálfstæðan rétt foreldra sem jafnastan og fyrir því eru margvísleg rök. Ber að nefna að niðurstöður rannsókna sýna ótvírætt fram á að sem jöfnust skipting fæðingarorlofs milli foreldra hefur margvísleg jákvæð áhrif á börn, fjölskyldur og samfélag. Eitt meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja barni samvistir við báða foreldra. Ljóst er að ef meirihluti fæðingarorlofsins væri sameiginlegur væri barni ekki endilega tryggð samvist nema við annað foreldrið. Enda sýna rannsóknir eindregið fram á að feður taka síður orlof eftir því sem framseljanlegur tími er lengri. Hagurinn af jöfnum sjálfstæðum rétti foreldra er ríkur. Má nefna að feður verða virkari við uppeldi barna sinna og treysta sér frekar til þess að taka ákvarðanir sem varða framtíð þeirra. Virkni foreldra við uppeldi barna sinna leiðir til þess að börn leiti frekar til foreldra seinna á lífsleiðinni með erfið mál. Af þessu leiðir betra samband og sterkari tengsl milli barns og foreldris. Þá er afar athyglisvert að nefna að lífslíkur feðra sem taka orlof er marktækt lengri en þeirra sem ekki taka orlof. Fyrstu mánuðirnir og árin í lífi barns eru í senn krefjandi og gefandi tími fyrir foreldra þess. Foreldrar þurfa að takast á við nýjar áskoranir og feta ótroðnar slóðir í parasambandinu. Ef skoðuð er tölfræði þá kemur í ljós að skilnaðir eru algengir þegar börn eru á aldrinum 1-2 ára og um 60% allra skilnaða verða á fyrstu æviárum barna. Afleiðingarnar eru margvíslegar á líf þeirra einstaklinga sem um ræðir. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að sýnt hefur verið fram á að það hafi verndandi áhrif fyrir parasambandið að feður séu virkir í töku fæðingarorlofs til jafns við mæður. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að einstæðir foreldrar deili álagi og ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig leiðir aukin taka fæðingarorlofs einstæðra feðra og virk þáttaka þeirra í umönnun barna sinna til sterkari fjárhagslegrar stöðu einstæðra mæðra. Jafn sjálfstæður réttur til orlofs er mikilvægur þáttur í því að brjóta niður hlekki fjárhagslegrar og félagslegrar einangrunar. Annað markmið laganna er að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Staðreyndin er sú að jafn sjálfstæður réttur foreldra jafnar aðstöðumun kynjanna og styrkir aðstöðu foreldra gagnvart vinnuveitendum. Þá sýna rannsóknir skýrt fram á að jöfn skipting orlofs dregur marktækt úr kynbundnum launamun. Ef við skoðum samþættingu brjóstagjafar og atvinnulífs þá felur frumvarp nefndarinnar það í sér að foreldri hafi nú í fyrsta sinn sex mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs. Þetta tryggir rétt kvenna gagnvart atvinnurekendum til að uppfylla lágmarkskröfur Alþjóðaheilbriðismálastofnunarinnar hvað varðar brjóstagjöf. Ég má til með að nefna að Kvenréttindafélag Íslands hefur lengi barist fyrir jafnri skiptingu réttinda foreldra í fæðingarorlofi og hefur lýst yfir að endurskoðun núgildandi laga sé löngu tímabær. Þá sýnir félagið einnig mikla framsýni í afstöðu sinni að réttindum á vinnumarkaði eigi ekki að deila með öðrum. Ég tel mikilvægt að það komi fram að það frumvarp sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem rík áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og að markviss skref verði tekin til þess að útrýma kynbundnum launamun. Þá er mikilvægt að hafa í huga að engin vísindaleg rök mæla með mikilli tilfærslu orlofs milli foreldra. Þvert á móti hefur verið sýnt fram á mikilvægi sjálfstæðra óframseljanlegra réttinda. Frumvarpið er stórt skref í átt að betra samfélagi. Það veitir börnum og foreldrum lengri tíma til samvista og gefur foreldrum jöfn tækifæri til að njóta sín í bæði fjölskyldu- og atvinnulífi. Stöndum vörð um fjölskyldur landsins og byggjum betra samfélag til framtíðar. Höfundur var formaður nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun