Ætla að banna sölu nýrra bensínbíla í Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 23:50 Útblástur frá bílum hefur verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. AP/Mark J. Terrill Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, tilkynnti í dag áætlun um að banna sölu nýrra bensínbíla í ríkinu. Byrjað verður að draga úr sölu slíkra bíla og á sala þeirra að vera alfarið bönnuð árið 2035. Sambærilegar áætlanir eru skipulagðar varðandi sendibíla og stærri tæki. Sala þeirra, þar sem það er boðlegt, verður bönnuð árið 2045. Heildarmarkmið ríkisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 80 prósent frá magninu 1990, fyrir árið 2050. Losun gróðurhúsalofttegunda frá bílum hefur þó verið að aukast í Kaliforníu á undanförnum árum. Í frétt Reuters segir að um ellefu prósent allrar bílasölu fari fram í Kaliforníu og ríkið hafi mikil áhrif á reglugerðir annarra ríkja og starfsemi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Newsom sagði í dag að breytingarnar fælu í sér mikil tækifæri fyrir bílaframleiðendur og þeir gætu skapað sér sérstöðu þegar komi að framleiðslu rafmagnsbíla. Talsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði að hann myndi aldrei sætta sig við þessar ætlanir Kaliforníu. Þær ógnuðu störfum Bandaríkjamanna. Trump hefur fellt niður fjölmargar reglugerðir sem snúa að umhverfisvernd og reynt að koma í veg fyrir að Kalifornía geti sett eigin mengunarreglur. Samtök stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna slógu á svipað strengi og segja að boð og bönn virki ekki á þennan hátt. Því til stuðnings vísuðu samtökin til þess að af þeim nýju bílum sem seldir eru í Kaliforníu eru rafmagnsbílar minna en tíu prósent. Það hlutfall er það hæsta í öllum ríkjum Bandaríkjanna.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bílar Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Sjá meira