Hefja tilraunir með nýtt bóluefni í einum skammti Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 16:30 Bóluefnið sem Johnson & Johnson er með í þróun er aðeins gefið í einum skammti. AP/Cheryl Gerber/Johnson & Johnson Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Stærsta alþjóðlega tilraunin með bóluefni gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, til þessa er hafin í Bandaríkjunum. Til stendur að fá sextíu þúsund sjálfboðaliða til að taka þátt í rannsókninni á bóluefninu sem er það eina sem er í þróun í Bandaríkjunum sem er gefið í einum skammti. Rannsóknin er á vegum stórfyrirtækisins Johnson & Johnson, að sögn AP-fréttastofunnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er afar spenntur fyrir henni og hefur tíst og áframtíst ítrekað um hana síðasta sólarhringinn. Krafðist hann þess að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefði hraðar hendur. Ásakanir hafa verið um að Trump og ríkisstjórn hans reyni nú að blása upp möguleikann á að bóluefni við veikinni sé á næsta leiti í aðdraganda forsetakosninga í nóvember. Stephen Hahn, forstjóri FDA, fullyrðir að það verði vísindamenn en ekki stjórnmálamenn sem ákveði hvort að bóluefni standist kröfur um öryggi og virkni. „Vísindin munu lýsa okkur veginn. FDA mun ekki leyfa nokkurn þrýsting frá nokkrum sem breytir því. Ég mun setja hagsmuni bandarísku þjóðarinnar ofar öllum öðrum,“ segir Hahn. Trump hefur beitt stofnanir alríkisins miklum þrýstingi vegna bóluefnis og faraldursins almennt að undanförnu. Þannig setti hann ofan í við forstjóra Sóttvarnastofnunarinnar um mikilvægi grímunotkunar og hvenær bóluefni gæti verið væntanlegt á dögunum. Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur ríkisstjórnar Trump, segist hóflega bjartsýnn á að öruggt og virkt bóluefni sé væntanlegt þó að ekki sé á vísan að róa með það. Staðhæfir hann að menn muni ekki stytta sér leið við tilraunir með möguleg bóluefni. Fleiri bandarísk lyfjafyrirtæki vinna að þróun bóluefnis, þar á meðal AstraZeneca. Þau bóluefni eru gefin í tveimur skömmtum. Mögulegt bóluefni Johnson & Johnson er aðeins gefið í einum skammti og er sagt byggja á grunni ebólubóluefnis. Paul Stoffels, aðalvísindamaður Johnson & Johnson, segir að niðurstöður gætu legið fyrir snemma á næsta ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44 Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46 Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52 Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04 Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51 Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Baðst afsökunar á ummælum um blóðvökvameðferð Stephen Hahn, yfirmaður Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) hefur beðist afsökunar á því að hafa talað of frjálslega um kosti blóðvökva þeirra sem hafa jafnað sig af Covid-19. 25. ágúst 2020 16:44
Draga til baka umdeilda breytingu á leiðbeiningum um sýnatöku Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur á nýjan leik breytt opinberum ráðleggingum sínum til bandarísks almennings hvað varðar kórónuveirufaraldurinn. 18. september 2020 22:46
Gagnrýndi yfirmann sóttvarnastofnunar fyrir ummæli um grímur og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt yfirmann Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) eftir að sá sagði að bóluefni við Covid-19 yrði ekki komið í almenna notkun fyrr en um mitt næsta ár og að grímur gætu verið skilvirkari en bóluefni. 17. september 2020 06:52
Ráðgjafar Trump gerðu tilraunir til að breyta skýrslum um framgang faraldursins Samskiptaráðgjafar í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem skipaðir voru af Donald Trump Bandaríkjaforseta, hafa óskað eftir því að fá að fara yfir og gera breytingar á vikulegum skýrslum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna um þróun kórónuveirufaraldursins. 12. september 2020 10:04
Efast um að bóluefni verði tilbúið í október Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar telur ekki líklegt að bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru verði tilbúið í október, jafnvel þó að það sé „hugsanlegt“. Hvíta húsið segir að enginn þrýstingur sé á heilbrigðisyfirvöld að votta bóluefni fyrir kosningar sem fara fram í nóvember. 3. september 2020 18:51
Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar. 2. september 2020 22:30