Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2020 12:00 Leirvík er höfuðstaður Hjaltlandseyja. Á skiltinu má sjá nafnið Leirvík skrifað samkvæmt íslenskum rithætti. Getty/Andrew Milligan. Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli. Bretland Skotland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Af 22 ráðsmönnum samþykktu 18 tillöguna og aðeins 2 voru á móti. Óánægja með niðurskurð fjárframlaga til eyjanna og lítil pólitísk áhrif eru sögð helsta ástæðan. Skoða á meðal annars hvort Hjaltland geti fengið svipaða stöðu innan bresku krúnunnar og eyjarnar Jersey og Mön, fremur en fullt sjálfstæði. Samkvæmt frétt Sky News þýddi þetta að Hjaltlendingar héldu sjálfir tekjum af olíulindum í lögsögu eyjanna. Hjaltlandseyjar eru nyrsti eyjaklasi Bretlandseyja. Þar búa um 23 þúsund manns, þar af sjö þúsund manns í höfuðstaðnum Leirvík. Af um eitthundrað eyjum eru sextán byggðar. Skjaldarmerki Hjaltlandseyja. Takið eftir kjörorðum eyjanna. Svo náskyld er menningin að íslenska er notuð í skjaldarmerkinu. Eyjarnar voru áður hluti af norrænu áhrifasvæði og allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu Hjaltlendingar vest-norrænt tungumál sem líktist mest íslensku og færeysku. Skýrasta dæmið er skjaldarmerki eyjanna sem enn er með tilvitnun í Njálssögu með íslenskum rithætti „Með lögum skal land byggja“. Þá er fáni eyjanna „hvítbláinn“, blár og hvítur krossfáni í anda norrænu ríkjanna. Fáni Hjaltlandseyja er blár með hvítum krossi, sá sami og margir Íslendingar vildu að yrði fáni Íslands. Hjaltlandseyjar urðu hluti af Skotlandi á 15. öld og fylgdu síðan Skotlandi inn í breska konungsdæmið árið 1707. Fiskveiðar eru helsta atvinnugreinin en miklir olíufundir í Norðursjó eftir 1970 hafa stóreflt efnahag eyjanna. Hjaltlendingar á árlegri víkingahátíð.Getty/Andrew Milligan. Hjaltlendingar minnast árlega hinna norrænu róta með vetrarhátíð, Up Helly Aa, þar sem menn klæða sig upp að hætti víkinga og brenna svo víkingaskip á báli.
Bretland Skotland Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira