Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 23:07 Christopher Wray, forstjóri FBI. Vísir/Getty Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00