Geitur éta illgresi í New York Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2020 19:00 Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli. Dýr Bandaríkin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ráðið til sín nokkuð óvenjulegt starfslið til að eyða illgresi í einum af almenningsgörðum borgarinnar. Stuyvesant Cove-garðurinn í Manhattan er steinsnar frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Kórónuveirufaraldurinn gerði það að verkum að ekki var hægt að ráða mennskt starfslið til þess að hirða almennilega um garðinn í sumar. Því er allt morandi í illgresi. Þessar vösku geitur eru aftur á móti nokkuð ódýrar í rekstri. Tuttugu slíkar hafa unnið hörðum höndum að því að éta upp óvelkominn gróður síðustu daga, sagði Candace Thompson, umsjónarmaður garðsins. „Það tæki mig fáránlega langan tíma að mylta þetta allt. Þessar geitur geta hins vegar étið og kúkað öllum þessum plöntum á þremur dögum. Svo er hægt að nota úrganginn sem áburð til þess að rækta plöntur í vor,“ sagði Thompson við AP. Borgarbúar virðast nokkuð hrifnir, og jafnvel hissa. Malcolm Gannon, ungum íbúa, þótti til dæmis stórmerkilegt að sjá geitur þótt það væri enginn bóndabær nálægt. En jafnvel þótt mörgum þyki óvenjulegt að rekast á geitur í miðri stórborg er það nokkuð viðeigandi í þessu tilfelli. „Það er gott að geta tengst náttúrunni svona í miðri stórborg. Svo er skemmtileg staðreynd að New York-borg hefur stundum verið kölluð Gotham, en það er einmitt gamalt, enskt orð yfir geitabýli.
Dýr Bandaríkin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira