Skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning um handboltann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 13:15 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands, Olís og Sýn hafa framlengt samning sína um handboltann til næstu þriggja ára. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum. Þriggja ára samningur á milli sömu aðila var undirritaður fyrir 2017-18 tímabilið og nú er annar þriggja ára samningur í höfn sem mun gilda út 2022-23 tímabilið. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, skrifuðu undir nýja samninginn á Kynningarfundi deildanna í dag. Henry Birgir Gunnarsson stjórnaði Kynningarfundi Olís deildanna í dag en hann stýrir Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport í vetur.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson „Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærra skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir undirritun samningsins. „Ég vil bara ítreka það sem er búið að segja hérna. Við fórum í þetta samstarf fyrir þremur árum síðan og það hefur gengið vonum framar. Þetta er dæmi um gagnkvæman ávinning þar sem bæði, við sem efnisveita og framleiðandi efnis, okkar viðskiptavinir og svo handboltaíþróttin sem heild, vinnum öll saman. Ef við horfum til þess núna hvað er hægt að gera meira í þessu þá eru alls konar hlutir sem við getum unnið saman í að efla íþróttina sem heild. Við munum svo sannarlega leggja okkur öll fram um þetta. Svo skiptir ekki síður máli að hafa sterkan aðila með eins og Olís. Núna er búið að vera mikill metnaður í kringum dagskrárgerðina og við ætlum bara að bæta enn frekar í það og erum mjög spennt fyrir komandi vetri. Ég er sérstaklega ánægður með þessa samninga sem við vorum að undirrita hérna,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, eftir undirritun samningsins. „Ég vil taka undir það sem hér hefur komið fram. Það er frábært að vera aðili að þessu aftur því þetta er einstaklega skemmtilegt verkefni. Við í Olís leggjum alla jafna mikla áherslu á samfélagsverkefni af ýmsum toga. Þetta er eitt það verkefni sem við höfum verið hvað stoltust af undanfarin ár. Ég vil taka undir með mínum félögum hér að samstarfið hafi verið einstaklega skemmtilegt og gefandi. Ég vil hrósa Sýn fyrir mikla fagmennsku í kringum handboltann og HSÍ mönnum fyrir frábært skipulag á mótinu. Ég óska ykkur öllum góðs gengis á komandi vetri,“ sagði Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, eftir undirritun samningsins. Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, segir frá samningnum í dag.Vísir/Valtýr Bjarki Valtýsson
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Bensín og olía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti