Erlent

Einn látinn og sjö særðir í Birming­ham

Atli Ísleifsson skrifar
Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt.
Árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt. Getty

Einn er látinn og sjö særðust í hnífaárásum sem gerðar voru í ensku borginni Birmingham í nótt. Árásarmannsins er enn leitað.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bresku lögreglunni, en ástand tveggja hinna særðu er sagt alvarlegt.

Árásirnar voru gerðar miðsvæðis í Birmingham þar sem mikið er um skemmtistaði. Lögregla hefur girt af hluta hverfisins og beint því til almennings að halda sig fjarri.

Lögregla gerir frá fyrir að sami árásarmaður hafi verið að verki, en árásirnar voru gerðar á fjórum mismunandi stöðum milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt að staðartíma. Gerir lögregla ráð fyrir að fórnarlömbin hafi verið valin af handahófi.

Árásarmannsins er enn leitað og lögregla hefur ekki neinn ákveðinn grunaðan. Sömuleiðis liggur ekkert fyrir um ástæður árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×