Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 13:28 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50