Brothættar byggðir – full neikvætt heiti á verkefni Hjalti Þórðarson skrifar 1. september 2020 11:30 Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsbyggðarmál og landsbyggðin almennt eru stundum til umræðu. Því miður virðist það þó vera svo að lítill áhugi sé á alvöru uppbyggilegri stefnu sem heldur milli kosninga óháð pólítískum átakalínum og getur þar með verið við líði árum og áratugum saman. Hvernig vill þjóðin að landið okkar sé? Hvernig viljum við að byggðin þróist og hvar sé uppbygging til lengri tíma? Viljum við að allur fiskveiðikvótinn sé á hendi örfárra aðila sem geta svo flutt aflann hvert sem er og flutt störf fólks til eins og þeim sýnist? Fylgir því engin ábyrgð að fá aðgang að auðlindum þjóðarinnar t.d. varðandi löndunarstaði og vinnslu? Viljum við aðeins hafa byggð á örlitlum hluta landsins? Eins má spyrja hvort við viljum hafa öflugan landbúnað í landinu eða flytja allt inn? Viljum við hreinlega að allt þróist eftir lögmálum hins sígráðuga, eigingjarna og mannskemmandi markaðsbúskap? Þegar málefnin komast á dagskrá virðast þau, amk eins og það lítur út fyrir hinn almenna borgara, vera rædd og framkvæmd með háværum upphrópunum og oft á tíðum tilgangslitlum séraðgerðum. Lengi hefur verið rekin einhverskonar plástrastefna sem því miður er alltof oft bara til að kasta peningum út um gluggann. Í gangi er nú eitthvað sem heitir því skelfilega og niðurdrepandi nafni „Brothættar byggðir“ þar sem fáeinir bæir og byggðalög er sett í svona „næstum því óbyggilegt“ flokk sem þarf á einhverjum séraðgerðum að halda. Þvílíkt dæmalaust hugmyndaflug. Þeir sem fundu upp þetta heiti eru sennilega með spegil eða brothættan hlut fyrir ofan svefnrúmið hjá sér. Með þessu er verið að segja fólki, bæði sem býr á staðnum og við aðra, að þessi staður sé nánast óbyggilegur og svo viðkvæmur að hann þurfi á sérstakri aðstoð að halda til að lifa af. Nú getur vinahópurinn farið í sumarleyfisferðir og keyrt í gegnum þessa staði og svæði og virt þá fyrir sé og íbúa þess „Góðu félagar, hérna býr fólk sem ríkið styrkir, þetta er fallegur staður en þið skuluð alls ekki setjast hér að í framtíðinni. Staðurinn er svo brothættur.“ Ég tala eflaust fyrir munn margra en af hverju ætti ég að setjast að á Brothættum stað eða ég tala nú ekki um að fjárfesta þar t.d. í húsnæði. Býst jafnvel við að ef mitt byggðarlag lenti í þessum flokki þá myndi ég hugsa mér til hreyfings. Orðið Brothætt er neikvætt, flokkunin er neikvæð og þeir sem hafa grunnskilning á huga fólks vita að neikvæð orð virka alltaf neikvætt. Miklu nær hefði verið að kalla þetta Blómlegar byggðir eða eitthvað annað jákvætt. Hægt er svo að velta því fyrir sér hvort eftirsóknarverðara sé að búa í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Hvort er líklegra að fólk taki duglega til hendinni og byggi eitthvað upp til framtíðar í Brothættri- eða Blómlegri byggð. Það sem er brothætt getur brotnað, það sem er blómlegt getur blómstrað. Ég er tilbúinn að búa og byggja eitthvað upp í Blómlegri byggð. Fólk er nefnilega ekki tölur eða hlutir heldur almennt lifandi hugsandi verur. Nei vitleysan er ekki öll eins og heitið Brothættar byggðir sennilega einhver daprasta nafngift á verkefni sem komið hefur fram. Höfundur er íbúi í Skagafirði.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun