Ögrandi, róttæk og skrefi á undan Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 1. september 2020 08:00 Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin var stofnuð í kringum það markmið að sameina vinstrisinnað fólk í baráttunni fyrir kerfislægum breytingum á íslensku samfélagi. Á 20. afmælisári sínu heldur hún áfram að vera raunhæfasti farkosturinn til að sigla því markmiði í höfn. Við Ungir jafnaðarmenn höfum átt okkar björtustu stundir þegar við höfum beitt okkur sem siðferðislegum áttavita í þessari vegferð, veitt flokknum okkar aðhald og hugmyndafræðilega leiðsögn í stórum málaflokkum sem smáum. Þetta er það hlutverk UJ sem ég tel að trúverðugleiki okkar byggist á. Og þannig ýtum við líka undir trúverðugleika flokksins. Hlutverk forseta UJ er að tryggja að þeirri miklu hugmyndadeiglu sem á sér stað innan hreyfingarinnar sé komið á framfæri. Hann er jafnframt í aðstöðu til að halda að fulltrúum Samfylkingarinnar, hjá ríki og sveitarfélögum, baráttumálum og sjónarmiðum UJ. Einnig málum sem of oft fá að falla í gleymsku í amstri dagsins: baráttuna gegn hversdagslegri spillingu og óeðlilegri meðferð valds. Þetta getur ungliðahreyfing – umfram aðra – gert. Það er þetta hlutverk sem forseti hreyfingarinnar þarf að vera óhræddur við að sinna af krafti og það er einmitt það sem ég býð mig fram til að gera fyrir hönd okkar frábæru hreyfingar. Enda hef ég aldrei verið hræddur við að taka slaginn, hvorki innan flokks né utan. Á mínum fyrsta landsfundi hjá Samfylkingunni tókum við og unnum hugmyndafræðilegan slag við forystu flokksins um aðskilnað ríkis og kirkju, afglæpavæðingu fíkniefna, “húsnæði fyrst” fyrir heimilislaust fólk og bann við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Þá skrifuðu fjölmiðlar að Samfylkingin væri komin á „jaðar íslenskra stjórnmála“. Í dag er stefnan um húsnæði fyrst komin í framkvæmd hjá Reykjavíkurborg og hin málin orðin svo gott sem sjálfsögð í stjórnmálaumræðunni. Það er þessi hreyfing sem ég vil veita forystu: hreyfing sem þorir að vera ögrandi, róttæk og skrefi á undan. Auðvitað eru líka önnur, mikilvæg verkefni framundan: að skipuleggja kosningabaráttu, bjóða nýtt fólk velkomið í hreyfinguna og skapa umræðuvettvang fyrir þau. Um þetta geta Ungir jafnaðarmenn sannarlega sameinast og unnið að. En þessi kosning – kosning til forseta – snýst um það hver getur best stutt við hreyfingu jafnaðarfólks eftir þeim góðu leiðarljósum sem Ungir jafnaðarmenn þekkja og standa fyrir. Ekki er vanþörf á eftir þrjár íhaldsstjórnir í röð. Landsþing Ungra jafnaðarmanna fer fram næstkomandi laugardag. Þátttöku- og kosningarétt eiga allir félagar í Samfylkingunni á aldrinum 16-35 ára. Skráningu á þingið má nálgast hér. Höfundur er frambjóðandi til forseta Ungra jafnaðarmanna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun