Samstaða innan ríkisstjórnar um lokun landsins Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 15:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira