Samstaða innan ríkisstjórnar um lokun landsins Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 15:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sjá meira