„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 16:45 Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik. skjáskot/Selfoss TV „Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“ Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn