Dæmdir svikahrappar og peningaþvættar kaupa evrópskan ríkisborgararétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 15:30 Forseti Kýpur, Nikos Anastasiades, hefur setið á forsetastóli frá árinu 2013 þegar kaup á ríkisborgararétti voru gerð möguleg. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum. Kýpur Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Dæmdir svikahrappar, peningaþvættar og stjórnmálamenn sem hafa verið sakaðir um spillingu eru meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt á Kýpur. Tugir einstaklinga frá meira en 70 ríkjum hafa sótt um svokölluð „gyllt vegabréf“ samkvæmt rannsókn fréttastofunnar Al Jazeera. Kýpurskjölin, eins og Al Jazeera kallar þau, sem lekið var sýna fram á meira en 1400 umsóknir um ríkisborgararétt sem yfirvöld eyríkisins samþykktu á árunum 2017 til 2019. Eyríkið er aðili að Evrópusambandinu og með því að öðlast þar ríkisborgararétt njóta þessir aðilar þeirra réttinda sem aðildin býður upp á. Á komandi dögum hyggst Al Jazeera birta nöfn einstaklinga sem hafa fengið ríkisborgararétt hjá Kýpur, sem samkvæmt lögum landsins sjálfs, hefðu ekki átt að fá ríkisborgararétt. Til þess að geta sótt um ríkisborgararétt á Kýpur þurfa umsækjendur að fjárfesta minnst 2,15 milljónum evra, sem samsvarar um 350,6 milljónum íslenskra króna, á eyjunni og þurfa einnig að vera með hreina sakaskrá. Umsækjendur ekki rannsakaðir af yfirvöldum á Kýpur Umsækjendur sjá sjálfir um að sanna að þeir ættu að koma til greina, og þrátt fyrir að Kýpur haldi því fram að bakgrunnur umsækjenda sé rannsakaður, segir Al Jazeera að gögnin sem hún hefur undir höndum sanni að svo sé ekki gert í öllum tilvikum. Evrópusambandið hefur ítrekað gagnrýnt kaup ríkisborgararéttar á Kýpur frá því að prógrammið hófst árið 2013 og hefur Evrópusambandið kallað eftir því að þessu verði hætt. Frá árinu 2013 hefur Kýpur grætt meira en 7 milljarða evra á sölu ríkisborgararétts sem hefur verið notað til að fleyta landinu áfram en hagkerfi þeirra er talið mjög veikt. Flestir umsækjenda á árunum 2017 til 2019 voru frá Rússlandi, Kína og Úkraínu. Meðal þeirra sem hafa fengið ríkisborgararétt er úkraínski auðkýfingurinn Mykola Zlochevsky, eigandi orkurisans Burisma. Þegar hann fékk ríkisborgararétt á Kýpur árið 2017 var hann til rannsóknar vegna spillingar í heimalandi sínu. Þá greindu saksóknarar í Úkraínu frá því í júní á þessu ári að þeim hafi verið lofaðar 6 milljónir Bandaríkjadala , eða um 831 milljón íslenskra króna, gegn því að loka málinu. Zlochevsky og Burisma neita þeim ásökunum.
Kýpur Evrópusambandið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira