Þróun bóluefnis stórkostlegur sigur samvinnu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 20:00 Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Yfirlæknir á Landspítalanum segir ótrúlega hraða þróun bóluefna vera stórkostlegan sigur fyrir vísindi og samvinnu. Bóluefni sem er á lokastigi rannsókna lofar góðu og ef allt gengur upp gætu áhættuhópar fengið sinn skammt um eða eftir áramót. Í dag eru sex álitleg bóluefni við Covid-19 á seinni stigum rannsókna, 28 eru í klínískum tilraunum og 138 til viðbótar á fyrri stigum tilrauna. Venjulega tekur fimm til sjö ár að þróa ný bóluefni en þetta er staðan aðeins átta mánuðum eftir að kórónuveiran uppgötvaðist. Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans, segir það stórkostlegan sigur fyrir vísindin. „Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt - sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ segir Björn Rúnar. Eitt þeirra bóluefna sem er komið á lokastig rannsókna er unnið af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í samstarfi við Oxford-háskóla. Vonast er til að öll leyfi verði komin fyrir áramót, framleiddir verði tveir milljarðar skammta. Þar af fari fjögur hundruð milljón skammtar til Evrópu og mun Svíþjóð hafa milligöngu um skammta til Íslands. Forniðurstöður lofa góðu. Þúsund voru bólusettir með einum skammti af lyfi og 95% sýndu hlutleysandi mótefni. „En við eigum eftir að sjá hvort þau séu verndandi, verndi fólk fyrir smiti - það er stóra spurningin!“ Björn Rúnar gerir ráð fyrir að settar verði ábendingar um að áhættuhópar verði í forgangi eins og gert er með inflúensu. Hann segir eftirlitsstofnanir gegna mikilvægu hlutverki í svona miklum hraða en hann ber sjálfur traust til framleiðenda. Hann myndi að minnsta kosti ráðleggja sínum sjúklingum að nota það. „Niðurstöðurnar, fjöldinn af lyfjum, aðilar sem standa að þessu og einhugur um að setja öruggt lyf á markað - það róar mig,“ segir Björn Rúnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira