Lærir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað vegna veirunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:00 Melkorka ákvað að fara heim til Íslands þegar Trump tók ákvörðun um farbann. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um farbann til Bandaríkjanna í gær ákvað Melkorka Davíðsdóttir Pitt, sem stundar leiklistarnám í New York University, að fara heim til Íslands. Síðustu vikuna hefur mikil óvissa verið uppi um námið og stöðu hennar í borginni en hún segir að það sé gott að vera búin að taka ákvörðun um málið og flýgur heim í kvöld. „Það var tekin ákvörðun af skólanum að hafa alla kennslu í gegnum fjarskiptabúnað fram að vorfríi og líka í nokkrar vikur eftir vorfrí. Það er ekki vitað hvort það verði út önnina jafnvel. Það er í skoðun, “ segir Melkorka. Sú ákvörðun hafi auðveldað hennar ákvörðun að drífa sig heim, henni finnist öruggara að vera á Íslandi og treysta á heilbrigðiskerfið hér en úti. Þá geti hún eytt tímanum með fjölskyldunni sem er einmitt að ljúka tveggja vikna sóttkví eftir Ítalíuferð.Hreyfitímar á netinu Melkorka segir leiklistarkennslu í gegnum fjarskiptabúnað vissulega óvenjulega. Hún hafi farið í tvo akademíska tíma í gegnum kerfið sem hafi gengið mjög vel en hún muni einnig fara í raddþjálfun, hreyfitíma og leiklistarþjálfun. Samskiptakerfið sem er notað heitir Zoom. „Við höfum hlegið að því hvernig þetta verði. Leiklist er unnin út frá snertingu og samskiptum, að vinna í pörum og svo framvegis. Þannig að þetta verður áhugavert. Sumir kennararnir verða líka með börn heima í stofu að kenna okkur og svona. En kerfið virkar þannig að það er hægt að rétta upp hönd, láta vita ef maður fer á klósettið og sá sem er að tala er alltaf með stærsta plássið á skjánum. En þetta er í fyrsta skipti sem skólinn kennir leiklist í gegnum fjarskiptabúnað. Deildarstjórinn er jákvæður og segir að mögulega komi bara eitthvað frábært og nýtt út úr þessu.“ Melkorka segir marga nemendur hafa ákveðið að fara heim til sín við þessa ákvörðun um fjarkennslu, bæði bandarískir nemendur og alþjóðlegir. Hún geri ekki endilega ráð fyrir að snúa aftur til Bandaríkjanna á þessari önn en það verði hreinlega að koma í ljós. Starfsfólk skólans geri allt til að liðka fyrir og aðstoða nemendur svo hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að komast ekki aftur inn í landið vegna farbannsins. Hún segir mikla óvissu fylgja þessu ástandi – í borginni allri. „Maður finnur aðeins fyrir áhrifunum. Það er minna af fólki úti á götu, rólegra yfir öllu og á sunnudaginn fór ég í Whole Food sem er yfirleitt full af fólki og vörum en núna eru tómar hillur. Það er greinilegt að fólk er að undirbúa að leggjast í dvala.“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45 Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45 Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Formaður félags fyrirtækja í hótelrekstri segir stjórnvöld verða að bregðast hratt við. 12. mars 2020 10:45
Ferðabannið gríðarlegt reiðarslag fyrir þjóðina Ferðabann Bandaríkjaforseta er gríðarlegt reiðarslag að mati fjármálaráðherra, sem segist hafa snöggreiðst þegar hann heyrði af ákvörðun Donald Trump í nótt. 12. mars 2020 08:45
Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrif af ferðabanni Bandaríkjaforseta 12. mars 2020 07:00