Tveggja turna tal á „ofurþriðjudegi“ Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. mars 2020 08:15 Bernie Sanders og Joe Biden. AP/Patrick Semansky Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Ofurþriðjudagurinn svokallaði fer fram í dag. Þá ganga kjósendur Demókrataflokksins að kjörborðinu í fjórtán ríkjum Bandaríkjanna og velja sinn mann í forvali flokksins fyrir komandi forsetakosningar. Nú virðist valið aðallega standa á milli Bernie Sanders og Joe Biden en Biden fékk liðsstyrk í gær þegar þrír áhrifamenn lýstu yfir stuðningi við hann. Þau Amy Klobuchar, sem sjálf dró framboð sitt til baka í gær, Pete Buttigieg, sem gerði slíkt hið sama í gær og Beto O'Rourke, sem hætti snemma í kapphlaupinu, sögðust öll styðja við bakið á Biden og því virðist slagurinn standa á milli hans og Sanders. Fleiri eru þó enn í keppninni, þau Elizabeth Warren, Michael Bloomberg og Tulsi Gabbard. Eins og staðan er nú er Sanders kominn með 60 landsfundarfulltrúa, Biden er með 54 og Warren átta. En í ljósi þess að heil fjórtán ríki efna til kosninga í dag gæti staðan þó breyst töluvert á morgun þar sem heilir 1344 fulltrúar eru í boði. Hingað til er einungis búið að veita 155 landsfundarfulltrúa. What’s missing from our politics right now? Empathy. Caring. A sacred trust between the citizens and their President. That’s what @JoeBiden will restore. Joe Biden knows you, and he’s going to fight for you. pic.twitter.com/eT4TI5Wwhi— Amy Klobuchar (@amyklobuchar) March 3, 2020 Helsta markmið Biden í dag er að ná í hælana á Sanders sem hefur náð mikilli velgengni í forvalinu. Sigur Biden í Suður-Karólínu hleypti nýju lífi í framboð hans eftir slæmt gengi í upphafi forvalsins. Sanders þykir lang líklegastur til að sigra í Kaliforníu, stærsta ríki dagsins, en þeir mælast um það bil jafnir í Texas. 415 landsfundarfulltrúar eru í boði í Kaliforníu og 228 í Texas. Starfsmenn framboðs Biden og stuðningsmenn hans þykjast vissir um að Biden muni ganga vel í dag og vísa sérstaklega til þess að fjölbreytni er mikil í ríkjunum þar sem forvalið fer fram, miðað við þau þar sem forvalið hefur þegar farið fram. The only way we beat Trump is through a politics that reflects the decency of the American people. It’s what we sought to practice in my campaign—and it’s what @JoeBiden has practiced his whole life. I'm proud to stand with the VP and help make him our next Commander-in-Chief. pic.twitter.com/Y9SqDLZS0g— Pete Buttigieg (@PeteButtigieg) March 3, 2020 Þeir eru þó ekki þeir einu sem eru að bjóða sig fram, eins og áður hefur komið fram. Í dag verður í fyrsta sinn sem Bloomberg verður á kjörseðlum í forvalinu, eftir að hann er búinn að verja gífurlegu magni fjár í kosningabaráttuna og auglýsingar. Þá hefur auðjöfurinn varið miklum tíma í Alabama, Arkansas, Norður-Karólínu, Virginíu, Tennessee og Texas og vonast hann til þess að ná sigri í minnst einu ríkjanna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21 Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00 Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25 Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00 Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Sjá meira
Pete Buttigieg dregur framboð sitt til baka Pete Buttigieg, sem sóst hefur eftir því að verða forsetaefni Demókrataflokksins, hefur misst dampinn að undanförnu. 1. mars 2020 23:21
Bilið á milli Bernie og Biden minnkar Joe Biden, fyrrverandi varafroseti Bandaríkjanna, vann góðan sigur í forvali Demókrataflokksins í Suður-Karólínu í nótt. 1. mars 2020 08:00
Enginn bilbugur á Bloomberg Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. 2. mars 2020 21:25
Klobuchar dregur framboð sitt til baka og styður Biden Öldungadeildarþingmaðurinn Amy Klobuchar hefur ákveðið að draga framboð sitt í forvali Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum til baka. 2. mars 2020 19:00
Velgdu Sanders undir uggum í kappræðum Mótframbjóðendur Bernie Sanders í forvali demókrata vöruðu við því að hann myndi lúta í gras fyrir Trump forseta í kosningum í haust verði Sanders útnefndur frambjóðandi flokksins. 26. febrúar 2020 10:40