Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 06:28 Alexei Navalny hefur verið einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimir Pútín í Rússlandi. AP/Alexander Zemlianichenko Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57