Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 06:28 Alexei Navalny hefur verið einn helsti pólitíski andstæðingur Vladimir Pútín í Rússlandi. AP/Alexander Zemlianichenko Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira
Uppfært 8:50 Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny. Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað. Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega. Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi. The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020 Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann. Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times. Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt. Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi. Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt. Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Sjá meira
Navalní segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu Háar sektir sem dómstólar hafa lagt á er ástæða þess að Alexei Navalní, einn af leiðtogum rússnesku stjórnarandstöðunnar, segist þurfa að leggja niður sjóð gegn spillingu sem hann stýrir. Sjóðurinn hefur sérhæft sig í að birta rannsóknir á spillingu í opinbera geiranum. 20. júlí 2020 13:57