Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2020 22:45 Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan greindi þingmönnum frá því að rússnesk stjórnvöld vinni nú að því að hafa áhrif á forsetakosningar síðar á árinu og reyni að hjálpa Donald Trump að ná endurkjöri sem forseti. Trump er sagður æfur út í starfandi yfirmann leyniþjónustunnar fyrir að hafa haldið leynilega fundinn með þingmönnum vegna þess að hann telji að demókratar muni nota upplýsingarnar gegn honum. Washington Post greindi frá því í kvöld að Trump forseti hefði hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), á forsetaskrifstofunni í síðustu viku. Ástæðan hafi verið meint óhollusta starfsmanna Maguire við Trump persónulega. Það hafi orðið til þess að Trump ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og tilnefna frekar Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi og einarðan stuðningsmann sinn, í stöðuna. Það sem gramdist Trump svo mjög var að Shelby Pierson, aðstoðarmaður Maguire, greindi þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá áframhaldandi afskiptum Rússa af bandarískum forsetakosningum á leynilegum fundi á fimmtudag í síðustu viku, að sögn New York Times. Pierson er sagður hafa umsjón með eftirliti leyniþjónustunnar með erlendum kosningaafskiptum. Trump er sagður hafa skammað Maguire fyrir að láta það líðast að fundurinn með þingmönnunum færi fram yfir höfuð. Forsetinn hafi sérstaklega verið óánægður með að demókratinn Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar þingsins sem leiddi kæruferli fulltrúadeildarinnar gegn Trump í vetur, hafi verið á fundinum. Eftir að Trump var sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins fyrr í mánuðinum er hann sagður hafa varið mestum kröftum sínum í að reyna að bola út öllum þeim embættismönnum sem hann telur ekki nægilega húsbóndahollir sér persónulega. Richard Grenell verður að líkindum tilnefndur sem starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar. Möguleg skipan hans hefur verið gangrýnd en sendiherrann þykir umdeildur, jafnvel á mælikvarða Trump-stjórnarinnar.Vísir/EPA Telja uppákomuna hafa sett Maguire út í kuldann Nokkrir hörðustu stuðningsmenn Trump forseta eru sagðir hafa mótmælt ályktunum leyniþjónustunnar á fundinum í síðustu viku. Þeir hafi bent á að Trump hafi sýnt Rússum hörku og styrkt öryggi Evrópu. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar sagði að fundurinn með fulltrúa leyniþjónustunnar hefði verið mikilvægur upplýsingafundur um öryggi kosninganna í haust. Fulltrúar beggja flokka hafi verið viðstaddir. Heimildir Washington Post herma að Trump hafi ætlað að tilnefna Maguire sem yfirmann leyniþjónustunnar en hann hefur gegnt embættinu tímabundið eftir að Dan Coats sagði af sér í fyrra. Þegar forsetinn heyrði af fundi fulltrúa Maguire með þingmönnum hafi honum snúist hugur. Embættismenn sem New York Times ræddi við gera minna úr því og segja atvikið aðeins hafa verið hluta ástæðu þess að Trump ákvað að tilnefna frekar Grenell sem starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Tímasetning þeirrar ákvörðunar nú sé tilviljun. Trump hefur alla tíð þráast við að viðurkenna niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum að sigra. Tók Trump jafnvel upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og tók orð hans fram yfir álit leyniþjónustunnar um kosningaafskiptin þegar þeir hittust í Helsinki sumarið 2018. Sú framkoma Trump var að mati Johns McCain, öldungadeildarþingmanni repúblikana sem nú er látinn, „skammarlegasta frammistaða“ bandarísks forseta í manna minnum. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Bandaríkjaforseti er sagður ætla að tilnefna sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi sem starfandi yfirmann leyniþjónustunnar sem hann hefur ítrekað skotið fast á. 19. febrúar 2020 23:34 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan greindi þingmönnum frá því að rússnesk stjórnvöld vinni nú að því að hafa áhrif á forsetakosningar síðar á árinu og reyni að hjálpa Donald Trump að ná endurkjöri sem forseti. Trump er sagður æfur út í starfandi yfirmann leyniþjónustunnar fyrir að hafa haldið leynilega fundinn með þingmönnum vegna þess að hann telji að demókratar muni nota upplýsingarnar gegn honum. Washington Post greindi frá því í kvöld að Trump forseti hefði hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann bandarísku leyniþjónustunnar (DNI), á forsetaskrifstofunni í síðustu viku. Ástæðan hafi verið meint óhollusta starfsmanna Maguire við Trump persónulega. Það hafi orðið til þess að Trump ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og tilnefna frekar Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi og einarðan stuðningsmann sinn, í stöðuna. Það sem gramdist Trump svo mjög var að Shelby Pierson, aðstoðarmaður Maguire, greindi þingmönnum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá áframhaldandi afskiptum Rússa af bandarískum forsetakosningum á leynilegum fundi á fimmtudag í síðustu viku, að sögn New York Times. Pierson er sagður hafa umsjón með eftirliti leyniþjónustunnar með erlendum kosningaafskiptum. Trump er sagður hafa skammað Maguire fyrir að láta það líðast að fundurinn með þingmönnunum færi fram yfir höfuð. Forsetinn hafi sérstaklega verið óánægður með að demókratinn Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar þingsins sem leiddi kæruferli fulltrúadeildarinnar gegn Trump í vetur, hafi verið á fundinum. Eftir að Trump var sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins fyrr í mánuðinum er hann sagður hafa varið mestum kröftum sínum í að reyna að bola út öllum þeim embættismönnum sem hann telur ekki nægilega húsbóndahollir sér persónulega. Richard Grenell verður að líkindum tilnefndur sem starfandi yfirmaður leyniþjónustunnar. Möguleg skipan hans hefur verið gangrýnd en sendiherrann þykir umdeildur, jafnvel á mælikvarða Trump-stjórnarinnar.Vísir/EPA Telja uppákomuna hafa sett Maguire út í kuldann Nokkrir hörðustu stuðningsmenn Trump forseta eru sagðir hafa mótmælt ályktunum leyniþjónustunnar á fundinum í síðustu viku. Þeir hafi bent á að Trump hafi sýnt Rússum hörku og styrkt öryggi Evrópu. Leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar sagði að fundurinn með fulltrúa leyniþjónustunnar hefði verið mikilvægur upplýsingafundur um öryggi kosninganna í haust. Fulltrúar beggja flokka hafi verið viðstaddir. Heimildir Washington Post herma að Trump hafi ætlað að tilnefna Maguire sem yfirmann leyniþjónustunnar en hann hefur gegnt embættinu tímabundið eftir að Dan Coats sagði af sér í fyrra. Þegar forsetinn heyrði af fundi fulltrúa Maguire með þingmönnum hafi honum snúist hugur. Embættismenn sem New York Times ræddi við gera minna úr því og segja atvikið aðeins hafa verið hluta ástæðu þess að Trump ákvað að tilnefna frekar Grenell sem starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Tímasetning þeirrar ákvörðunar nú sé tilviljun. Trump hefur alla tíð þráast við að viðurkenna niðurstöður bandarísku leyniþjónustunnar um að stjórnvöld í Kreml hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum að sigra. Tók Trump jafnvel upp hanskann fyrir Vladímír Pútín Rússlandsforseta og tók orð hans fram yfir álit leyniþjónustunnar um kosningaafskiptin þegar þeir hittust í Helsinki sumarið 2018. Sú framkoma Trump var að mati Johns McCain, öldungadeildarþingmanni repúblikana sem nú er látinn, „skammarlegasta frammistaða“ bandarísks forseta í manna minnum.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58 Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36 Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Bandaríkjaforseti er sagður ætla að tilnefna sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi sem starfandi yfirmann leyniþjónustunnar sem hann hefur ítrekað skotið fast á. 19. febrúar 2020 23:34 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Fyrrum starfsmenn ráðuneytisins krefjast afsagnar dómsmálaráðherra Yfir ellefu hundruð fyrrverandi starfsmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins sendu frá sér yfirlýsingu í dag. 16. febrúar 2020 20:58
Trump sagður hafa boðið Assange náðun gegn vitnisburði Lögmaður stofnanda Wikileaks vísaði til vísbendinga um að honum hefði verið boðin náðun þegar mál um mögulegt framsal hans var tekið fyrir í breskum dómstól. 19. febrúar 2020 19:36
Ötull stuðningsmaður Trump settur yfir leyniþjónustuna Bandaríkjaforseti er sagður ætla að tilnefna sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi sem starfandi yfirmann leyniþjónustunnar sem hann hefur ítrekað skotið fast á. 19. febrúar 2020 23:34