Komast ekki að niðurstöðu um alvarlegustu ásakanirnar gegn Weinstein Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 23:43 Tugir kvenna hafa sakað Harvey Weinstein, sem er 67 ára gamall, um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi eða áreitt sig kynferðislega. Vísir/EPA Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Kviðdómendur í máli Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem er sakaður um að hafa beitt fjölda kvenna kynferðislegu ofbeldi og áreitni, hafa ekki náð samstöðu um alvarlegustu ákæruliðina í máli hans í New York. Dómarinn í málinu bað kviðdóminn um að halda áfram að ráða ráðum sínum. Málið gegn Weinstein varðar ásakanir tveggja kvenna um að hann hafi beitt þær kynferðisofbeldi. Hann lýsti sig saklausan af öllum sökum og heldur því fram kynferðislegt samband hans við konunnar hafi verið með vilja þeirra. New York Times segir að kviðdómendur í máli hans hafi sent dómaranum bréf síðdegis í dag þar sem kom fram að þeir hefðu ekki náð niðurstöðu um alvarlegustu ákæruliðina sem lífstíðarfangelsi liggur við en að þeir gætu hafa náð saman um úrskurð um þrjú vægari brot. Spurðu þeir hvort þeir gætu skilað inn úrskurði um hluta ákærunnar án þess að segja hver niðurstaða þeirra væri um brotin sem þeir eru sammála um. Lögmenn Weinstein segjast tilbúnir að fallast á úrskurð um hluta ákærunnar en saksóknarar eru andvígir því. Dómarinn skipaði kvíðdómendunum að halda áfram að ræða málið en sendi þá heim yfir helgina. Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað Jessicu Mann þegar hún sóttist eftir því að verða leikkona, og að ráðast kynferðislega á Mimi Haleyi, fyrrverandi aðstoðarframleiðanda. Annabella Sciorra, sem lék í þáttunum um Soprano-fjölskylduna, bar vitni í málinu og sakaði Weinstein um að hafa neytt sig til munnmaka veturinn 1993 eða 1994, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það brot var fyrnt og gátu saksóknarar ekki ákært Weinstein fyrir það. Fleiri en áttatíu konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Ásakanirnar komu af stað MeToo-byltingunni svonefndu þar sem konur komu fram með sögur af kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu valdamanna í viðskiptum, stjórnmálum, fjölmiðlum og afþreyingariðnaðinum.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07