Plácido Domingo biður konur afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:09 Plácido Domingo á flugvellinum í Madríd í desember síðastliðinn. Getty Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962. Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962.
Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20
Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39