Eiður Smári hélt 21 árs gamall að hann væri að fara til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Eiður Smári Guðjohnsen í leik á móti Liverpool árið 2000. Getty/ Nick Potts Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var mögulega á leiðinni til Liverpool en ekki til Chelsea þegar Bolton seldi hann sumarið 2000. Þetta kemur fram í viðtali við Eið Smára á Sky Sports. Sumarið 2000 var Eiður Smári búinn að yfirvinna mjög erfið meiðsli sem hann varð fyrir í unglingalandsleik vorið 1996. Eiður fór til Bolton haustið 1998 og skoraði síðan 21 mark í 55 leikjum í öllum keppnum tímabilið 1999-2000. Bolton var þá í ensku b-deildinni og ensku úrvalsdeildarfélögin sýndi þessum 21 árs gamla íslenska framherja mikinn áhuga. Tvö félög voru sérstaklega áhugasöm. „Ég hélt fyrst að ég myndi fara til Liverpool. Gerard Houllier sýndi mikinn áhuga og hafði mætt á marga leiki hjá okkur. Það var áður en Chelsea kom inn í myndina," sagði Eiður Smári í viðtalinu við Sky Sports en Fótbolti.net segir frá. Gerard Houllier hafði stýrt Liverpool liðinu frá árinu 1998, fyrst með Roy Evans og svo einn. Tímabilið á undan, 1999-2000, þá endaði Liverpool í fjórða sæti en Chelsea í því fimmta. Chelsea varð aftur á móti enskur bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Aston Villa í úrslitaleiknum. Knattspyrnustjóri Chelsea var aftur á móti Ítalinn Gianluca Vialli. Eiður Smári hafði verið aðdáandi hans lengi og Ítalinn vissi ekki að pabbi Eiðs hafði reddað honum treyju eftir leik þeirra. „Hann vissi ekki að hann hafði spilað í úrslitum í Evrópukeppni á móti pabba mínum. Vialli spilaði með Sampdoria og faðir minn (Arnór) spilaði með Anderlecht. Þeir skiptust á treyjum því ég bað pabba minn um treyju Vialli. Það þurfti því ekki mikið að sannfæra mig," sagði Eiður Smári. Vialli entist reyndar ekki lengi í starfinu því hann var rekinn eftir aðeins fimm leiki eftir að hafa lent í deildum við stjörnur liðsins, Gianfranco Zola, Didier Deschamps og Dan Petrescu. Hjá Chelsea myndaði Eiður Smári magnað framherjapar með Hollendingnum Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir spiluðu saman hjá Chelsea í fjögur tímabil þar sem Eiður Smári var með 59 mörk í öllum keppnum og Hasselbaink skoraði 87 mörk. Eiður Smári og Hasselbaink skoruðu meðal annars 52 mörk saman á öðru tímabili sínu hjá Chelsea 2001-02, Hasselbaink 29 mörk og Eiður Smári 23 mörk. Hefði Eiður Smári farið til Liverpool þá hefði hann spilaði í framlínunni með Michael Owen og á næsta tímabili þá vann Liverpool bikar þrennuna, varð enskur bikarmeistari, enskur deildabikarmeistari og vann UEFA-bikarinn. Fyrsti stóri titill Eiðs Smára með Chelsea kom ekki fyrr en vorið 2005 þegar Chelsea var enskur meistari og enskur deildabikarmeistari undir stjórn Jose Mourinho. Eiður Smári vann aftur á móti Samfélagsskjöldinn í fyrsta leik með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira