Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 11:31 Erling Haaland og Mohamed Salah eru dýrustu leikmennirnir í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Alexander Isak kostar einnig sitt. vísir/epa Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Úkraína 3-5 | Dýr mistök og sárt tap Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira