Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 11:31 Erling Haaland og Mohamed Salah eru dýrustu leikmennirnir í Fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Alexander Isak kostar einnig sitt. vísir/epa Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar standa frammi fyrir á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota Wildcard. Það gefur spilurum færi á að breyta liðinu sínu með ótakmörkuðum félagsskiptum. Í nýjasta þætti Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um fantasy, fór Albert Þór Guðmundsson yfir hvernig hans lið myndi líta út kysi hann að nota Wildcard fyrir næstu umferð. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert segir að myndi velja Erling Haaland í liðið sitt, jafnvel á kostnað Mohameds Salah. Albert myndi þó forðast að velja samherja Salahs, Alexander Isak, í liðið fyrir þessa umferð. „Þú ert með Haaland og Salah, langdýrasta í leiknum. Ef þú ert með þá báða ertu ekki með þá nógu oft sem fyrirliða til að það réttlæti að eyða svona miklum pening í þá. Þannig ég held að þú eigir að velja þinn hest og kannski hoppa á milli ef þú átt kost á því. En ef ég ætti að velja á milli þeirra í dag myndi ég velja Haaland en mér finnst ekki það langt á milli þeirra til að ég væri til í að taka mínusstig til að breyta Salah í Haaland,“ sagði Albert. Hann telur að flestir þeir sem nota Wildcard í næstu umferð myndu velja Antoine Semenyo, leikmann Bournemouth, í liðið sitt. Kamerúninn hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og er kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í fjórum fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Sindri Þór Kamban spurði Albert hvort hann teldi að Jack Grealish hjá Everton yrði vinsæll kostur. Hann hefur lagt upp fjögur mörk á tímabilinu, flest allra í ensku úrvalsdeildinni. „Ég væri frekar bara með [Kiernan] Dewsbury-Hall. Hann er ódýrari,“ sagði Albert sem myndi heldur ekki hafa tvo Arsenal-menn í vörninni sinni. Brasilíski miðvörðurinn Gabriel yrði þó í liðinu hans sem og samherji hans, sænski framherjinn Viktor Gyökeres. Fyrir tímabilið hafði Albert mikla trú á Chelsea-manninum Cole Palmer en hann er efins um að velja hann í liðið sitt, noti hann Wildcard. „Þeir eiga reyndar Manchester United í næsta leik. En eru þeir að fara að mæta laskaðir þangað? Svo Brighton og Liverpool og útileikur gegn Nottingham Forest. Þetta er ekkert frábær dagskrá og ég myndi örugglega geyma Palmer,“ sagði Albert en umræðan um Wildcard-liðið hans hefst á 54:30 í þættinum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira