Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:46 Pep Guardiola og Ruben Amorim vonast báðir eftir að sjá lið sín hrökkva almennilega í gang í dag eftir slappa byrjun á tímabilinu. Getty/Mike Hewitt Í fyrsta sinn í fimm ár er Manchester United fyrir ofan Manchester City fyrir grannaslag liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Rúben Amorim telur það hins vegar algjört grín að segja pressuna svipaða á sér og Pep Guardiola. Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Manchesterslagurinn, sem fram fer á Etihad-leikvanginum, hefst klukkan 15:30 en upphitun hefst hálftíma fyrr á Sýn Sport. Áður er leikur Burnley og Liverpool í beinni á Sýn Sport 2 klukkan 13. United átti hörmulega leiktíð í fyrra og endaði í 15. sæti úrvalsdeildarinnar en það voru einnig vandamál hjá City sem var fljótt úr leik í titilbaráttunni en endaði þó í 3. sæti. United tapaði svo fyrir Arsenal í fyrstu umferð þessarar leiktíðar, gerði jafntefli við Fulham og vann svo dramatískan sigur á nýliðum Burnley, auk þess að falla úr leik í deildabikarnum gegn D-deildarliði Grimsby. City hefur aftur á móti tapað gegn Brighton og Tottenham, eftir 4-0 stórsigur á Wolves í fyrstu umferð, og er í afar óvenjulegri stöðu miðað við fyrri ár undir stjórn Guardiola. Manchester City have lost two of their first three Premier League matches for the first time since the 2004-05 campaign (won one). It is the fewest points (three) ever collected by Pep Guardiola in his first three league games of a season. [@OptaJoe] pic.twitter.com/qBYF1iT36k— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 14, 2025 Amorim tók við United á síðustu leiktíð og hefur átt erfitt með að sanna sig í starfi. Hann segir fráleitt að halda því fram að pressan sé sú sama á Guardiola sem hafi fært City sex Englandsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil, á síðustu níu árum. „Nei, það er ekki hægt að bera þetta saman. Maðurinn er alltaf að vinna. Hann getur slakað á þó að hann sé ekki að vinna lengur. Ég þarf að sanna mig á hverjum degi og ég finn það. Mér líður vel með það og held að ég verði að gera betur hvern dag sem ég kem hingað,“ sagði Amorim. „Að bera saman mína stöðu við Guardiola er bara grín. Ég tel að við glímum við stærri vandamál,“ sagði Amorim. Cunha og Marmoush ekki með Hann staðfesti á föstudag að United yrði án þeirra Matheus Cunha, Mason Mount og Lisandro Martinez í leiknum, vegna meiðsla. Þá greindi hann einnig frá því að Altay Bayindir yrði í marki United og þarf nýi markvörðurinn Senne Lammens því að bíða eftir sínu tækifæri. City verður sömuleiðis án Omar Marmoush, Rayan Ait-Nouri og Rayan Cherki, vegna meiðsla, og ólíklegt er að John Stones geti spilað. Þá er Mateo Kovacic enn frá keppni. Guardiola hefur hins vegar ekki viljað staðfesta hvort að Gianluigi Donnarumma verði í markinu í dag, í sínum fyrsta leik fyrir City, eða hvort James Trafford verði þar áfram.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira