Gerði grín að goðsögnum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 16:30 Ian Rush og Sir Kenny Dalglish. Getty/Stephen McCarthy Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Liverpool menn eru allt annað en ánægðir með þá óvirðingu sem þeir telja að forráðamaður Shrewsbury Town hafi sýnt tveimur af stærstu lifandi goðsögnum félagsins. Krakkalið Liverpool sló Shrewsbury Town út úr enska bikarnum á dögunum eftir að liðin þurftu að mætast aftur á Anfield. Liverpool var brjálað yfir því hvernig komið var fram við þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í fyrri leiknum á heimavelli Shrewsbury Town. Liverpool er ósátt út í Roland Wycherley, stjórnarformann Shrewsbury Town, sem þóttist vera voðalega sniðugur á heimaleik Shrewsbury Town á móti Liverpool. Daily Mirror hefur það eftir sjónarvottum að hinn 78 ára gamli Roland Wycherley hafi þóst ekki þekkja þá Ian Rush og Sir Kenny Dalglish í sundur. „Þetta hefði kannski verið fyndið einu sinni ekki allt kvöldið,“ sagði eitt vitnið. „Hann var að kalla hann uppáhalds Walesverjann sinn og spurði hann hvað hefði orðið um yfirvararskeggið,“ hefur blaðamaður Daily Mirror eftir sjónarvotti. Roland Wycherley gekk síðan aðeins lengra á seinni leiknum og drullaði þar yfir mann og annan þegar hann vildi fá að vita hvar Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, héldi sig. Wycherley fékk að vita að Peter Moore væri ekki á svæðinu og hann lét þá allt flakka en hann var mjög ósáttur með að Liverpool hafi spilað á krökkunum sínum og helmingað miðaverðið á leikinn. Allt þýddi það að Shrewsbury varð líklega af tekjum upp á hálfa milljón punda. Sir Kenny Dalglish varð átta sinnum enskur meistari með Liverpool, sem leikmaður (1979, 1980, 1982, 1983 og 1984), sem spilandi stjóri (1986) og sem knattspyrnustjóri (1988 og 1990). Hann er sá síðasti sem gerði Liverpool að enskum meisturum fyrir 30 árum. Ian Rush vann átján titla með Liverpool og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 346 mörk í öllum keppnum. Rush skoraði meðal annars samtals fimm mörk í þremur bikarúrslitaleiknum Liverpool 1986, 1989 og 1992.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira