Hulinn kúgari kynjanna Arnar Sverrisson skrifar 17. febrúar 2020 09:00 Nær allir ættflokkar manna eiga sér sköpunarsögu. Í frumbernsku mannkyns voru sögur einatt sagðar um samruna eða samfarir náttúruafla. Í samrunanum fæddist mannkynið eða ættflokkurinn. Þegar eingyðistrú ruddi sér til rúms við sameiningu ættflokka og við ríkismyndun, hurfu náttúröflin meira eða minna úr sögunni sem gerendur. Þess í stað varð til önnur hugsmíð, veröld gyðja og guða, sem endurspeglaði líf kvenna og karla í hérvistinni. Þeim fækkaði þó jafnt og þétt, þar til ein gyðja eða einn guð réði ríkjum. Sá átti sér sjálfskipaðan spámann í jarðríkinu, sem jafnan boðaði hina einu sönnu trú á guð (og miðlægt vald). Í fyrrgreindum sögum var í sjálfu sér ekki farið í kyngreiningarálit. Mannkynið var eitt og samt. Jafnvel í leiðinlegum þrætum miðaldamanna í Evrópu um kosti og galla kynjanna, datt engum í hug að kljúfa mannkynið í herðar niður, fyrr en kvenfrelsararnir og hugmynd þeirra um almættisgyðjuna komu til sögunnar. Gyðja kvenfrelsaranna er algóð, alvitur og réttlát yfirburðakona. Enda er litið á konur sem yfirburðakyn, sem hefur búið við kúgun karla frá örófi alda. Kvenfrelsararnir eru spámenn hennar. Sögð er sköpunarsagan úr fyrndinni, þegar konur lifðu saman í sakleysi, sektarleysi, sátt og samlyndi. Í samfélagi kvennanna voru allar jafnar að verðleikum, ástin blómstraði og þær þroskuðust góðlátlega hver í kappi við aðra. Svo kom syndafallið. Fyrir um hálfri milljón ára síðan rak karl á fjörur kvennanna. Ein þeirra var veikgeðja og átti samfarir við karl þennan. Það var fyrsta nauðgunin, því samfarir eru óhjákvæmileg nauðgun af karlsins hálfu. Konur undirskipuðust þar með körlum, urðu fórnarlömb. Óþverrakarlarnir sáu sér leik á borði og stofnuðu með sér hin hræðilegu kúgunarsamtök, feðraveldið, með það að markmiði að kúga miskunnarlaust ástkonur sínar, mæður, dætur, sonar- og dótturdætur, vinkonur og frænkur. Í ljósi þessa ævintýris er þróun mannsins og mannkynssagan túlkuð. Í sama ljósi eru greind samskipti hinna gömlu kynja, karla og kvenna, sem nú eru á hverfanda hveli. Kvenfrelsunarbaráttan miðar að því að endurheimta hina horfnu kvenparadís. Vísindi og fræðaiðkun kvenfrelsaranna snýst um að sýna fram á sannleika þessa ævintýris og afhjúpa hinar ýmsu birtingarmyndir kúgunarinnar. Þeir hafa svo sannarlega í nógu að snúast, samkvæmt því, sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, rísandi stjarna meðal íslenskra kvenfrelsara, segir. Hún virðist ekki velkjast í vafa um sannleik kúgunarævintýrsins: „Veruleiki kvenna er þessi. Kynbundið ofbeldi ógnar lífi þeirra og heilsu. ... Vondi karlinn á sér enga eina birtingarmynd, hann er alls staðar og hvergi og þú veist aldrei hvort eða hvenær þú mætir honum. Stundum þekkir þú hann bara af góðu einu þar til hann snýst gegn þér. Stundum laðar hann þig til sín og brýtur á þér.“ (Þess má í framhjáhlaupi geta, að nefnt sköpunarævintýri hefur ratað inn í stefnuskrá Vinstri-Grænna, alþjóðasamninga og íslensk lög.) En það eru aðrar leiðir til að skoða þróun mannlífsins, kynin og samskipti þeirra í aldanna rás. Þróunarfræðin eru gagnleg við slíka skoðun. Grundvöllur þeirra eru verk hins snjalla náttúrufræðings, Charles Robert Darwin (1809-1882) um þróun tegundanna. Síðustu áratugina hefur kenningum hans verið aukinn gaumur gefinn og fjöldi rannsókna unninn í anda kenninga hans. Þar hafa margir ágætir vísindamenn komið við sögu. T.d. norður-ameríski þróunar- og vitþroska sálfræðingurinn, David Cyrril Geary ( f. 1957). Í bók sinni „Karlkyn, kvenkyn: þróun kynjamismunar manna“ (Male, female: The Evolution of Human Sex Differences),“ sem kom út á vegum norður-ameríska sálfræðingafélagsins árið 2010 í annarri útgáfu, gerir hann grein fyrir helstu framförum í kenningasmíði og rannsóknum um efnið. Leitast verður við að rekja nokkur atriði úr bók hans, er lúta að grundvallarsundurgreiningu kynjanna, æxlun og mökun. Allar lífverur hafa þróast þannig, að þær hafa tileinkað sér nauðsynleg bjargráð til að lifa af og tímgast. Viðleitni þeirra til að hafa stjórn á aðstæðum stuðlar að hæfni, viti, gáfu eða bjargráði. Lífið er í sjálfu sér tilgangslaust, þó viðleitni til viðhalds tegundarinnar sé ásköpuð. Því stjórnar leitin að maka, kynlíf og uppeldi afkvæma, að töluverðu leyti lífi einstaklinga þeirra tegunda, sem fjölga sér við kynmök. Menn, górillur og simpansar þróuðust úr sameiginlegri grunntegund, sem lifði fyrir sex til átta milljónum ára síðan. Aðskilnaður þessara tegunda hófst líklega fyrir fjórum til sex milljónum ára. Hluti af erfðamengi manna er keimlíkur erfðamengi górilla, enda þótt mannkyn sé líkara simpönsum að erfðalegri samsetningu. Þróunarmynstrið er skýrt. Með tilkomu upprétta mannsins (homo erectus) hafði kvenkynið stækkað að muni. Munur á líkamsstærð var miklu meiri á fyrri stigum þróunarinnar, væntanlega svipuð og gerist meðal górilla. Skýringin er hugsanlega breyting á samskiptum, þ.e. meiri samvinnu karldýra í stað baráttu um kvendýrin, sem stuðlaði að stærri líkamsvexti og meiri kröfum. Þess í stað urðu til bandalög karldýra, sem sameinuðust um veiðar, varnir og hernað. Þessi aðgreining vinnunnar þróaðist síðar frekar við náttúrval og kynval og varð að einkennum, mikilvægum við makaval. Geary segir m.a.: „Þegar á allt er litið miðast vöxtur og þroski að því að efla burði til æxlunar, þ.e. að öðlast vöxt og viðgang, líkamsburði, hátterni og hæfni, sem stuðla að velheppnaðri æxlun.“ ... „Hátterni manna ræðst af þeirri hvöt að ná tökum á bjargráðum í umhverfi, samskiptum og lífsbjörg, sem tengjast vexti og viðkomu í þróunarsögu mannsins.“ Í þróunarsögunni má greina afleiðingar kynvals. Síðbúnari líkamlegur þroski drengja samanborið við stúlkur, þar með talinn tímasetning, styrkur og lengd kynþroskaskeiðsins, fylgir sama mynstri og hjá fjölkvænisfremdardýrum (öpum). Á þessu þroskaskeiði þroskast hæfnin til að veiða, stunda bardaga og handfjatla þunga hluti. Yfirgnæfandi líkamsstyrkur sem og önnur líkamsfærni og einkenni karldýrsins skýrast væntanlega af baráttu og samkeppni við önnur karldýr. Þar er sem sé um kynval að ræða. Aflið kemur að góðum notum í bardaga við önnur karldýr – ekki síst um maka. En það hefur slæmar afleiðingar í för með sér; m.a. lengingu þroskaskeiðs og skert ónæmi sökum framleiðslu kynvaka (testosterone). Sama má segja um víðara grindarhol kvenna, enda þótt náttúruval komi þar jafnvel meira við sögu. „Kynjamunur, er lýtur að áhugaefnum, leikmynstri og félagslegum áhrifamætti, leiðir til aðskilnaðar drengja og stúlkna, sérstaklega á æskuskeiði – en viðhelst fram á gelgjuskeið,“ segir Geary. Í þróuninni hefur æskuskeiðið tvöfaldast að lengd samtímis tilurð flóknari mannfélaga. Orsakavaldurinn er að hluta til samvinna og samkeppni innan hópa og æxlunartvennda (para, sem fjölga sér). Þannig miðar þroski þeirra, hvað viðkemur athygli, hátterni og félagsmótun, að því að endurskapa sambönd og reynslu, sem beinir þroska þeirra áleiðis til bjargráða og æxlunar eins og tíðkaðist meðal forfeðra og formæðra. Rannsóknir hvarvetna og úr mörgum sjónarhornum draga upp skýra og einhlíta sviðsmynd um mun kynjanna; konur sýna meiri áhuga á ósérplægnum, gagnkvæmum samskiptum; karlar sýna meiri áhuga á völdum, samkeppni og baráttu, þ.e. stjórnmálum. Makaval og frjósemi eru grundvallarstef í þróun mannkyns. Í því efni eru forsendur kynjanna að ýmsu leyti ólíkar. Um það leyti, þ.e. þá sex daga eða svo, sem konur eru frjósamastar og kynvakar þeirra krauma (estrogen), laðast þær að myndarlegum, hávöxnum, ilmgóðum körlum með samræmi í líkamsvexti, sem búa yfir karlmannlegum andlitsdráttum og djúpri röddu. Þeir kynþokkafyllstu sýna einnig yfirgang í orði og æði og hafa sköpunargáfu til að bera. Slíka karlmenn kjósa þær til skemmri kynna, til undaneldis, en síður, séu þær giftar einum slíkum. Þegar þannig stendur á sækjast þær eftir blönduðum félagsskapi og daðra við álitlega karla. Trúlega láta konur egglos í veðri vaka. Í tilraun, þar sem metinn var ilmur úr skyrtum kvenna ýmist á egglosunartíma eða utan hans, kom í ljós, að „egglosunarskyrta“ sömu konu þótti meira aðlaðandi og kynæsandi, heldur en hin. Líklegt er talið, að sú þróun, sem felur í sér dulið egglos konunnar, samfara stöðugri löngun til kynlífs, hafi bætt stöðugleika sambands karldýrs og kvendýrs og stuðlað að betra uppeldi afkvæmanna. Þetta hefur líklega átt sér stað fyrir um hálfri milljón ára eða um svipað leyti og umhyggjufaðirinn kom til sögunnar. Karldýr/karlar velja sér til mökunar kvendýr/konur, sem líklegar eru til frjóvgunar og uppeldis afkvæma. Karldýrin berjast um kvendýrin. Þau eru þó ekki jafn vandlát og kvendýrin, sem velja öflugasta karldýrið, samkvæmt ríkjandi einkennum um afl. Slíkt gæti verið karldýr; sem tekur þátt í uppeldi ungviðisins meðal tegunda, þar sem það tíðkast; sem veitir vernd; sem aflar fæðu. Ríkjandi karldýr leitast við að einoka mökun til að tryggja erfðum sínum framgang. Engu að síður velja kvendýrin stundum valdaminni karldýr til mökunar. Bæði í heimi dýra og manna bregður oft og tíðum svo við, að einungis fá karldýr auka kyn sitt sökum samkeppni og drottnunar. Í Asíu eiga átta af hundraði karla ættir að rekja til Genghis Kahn (1162-1227). Talið er, að Genghis og nánir karlafkomendur hans séu forfeður um sextán milljóna manna í þessum heimshluta eða um 0.5 af hundraði íbúa heimsins. (Sæði keppa líka innbyrðis hjá mönnum eins og frjóvgun tveggja eggja með sæði sín hvors karlsins, ber vitni um, þ.e. tilurð tvíbura, sem eiga sinn hvorn föðurinn.) Erfðarannsóknir benda til sams konar þróunar víða um álfur, t.d. í hinum fyrstu menningarsamfélögum, þ.e. í hinni fornu Mesópótamíu, Egyptalandi, Indlandi, Kína og meðal Asteka og Inka í Mið- og Suður-Ameríku. Í tæpum helmingi samfélaga kjósa karlar fremur þriflega vaxnar konur, heldur en grannar. Þær þykja körlum þó töfrandi í um fimmtungi samfélaga, en engu að síður kjósa þeir – andstætt því sem haldið er á lofti í tískublöðum – þriflegar konur til sambúðar og barneigna. Konur keppa um vænlegasta karlinn. Í samfélögum fyrri tíma, þjónaði bæði heimanmundur og brúðgumaþjónusta þeim tilgangi. Heimanmundur tíðkaðist aðallega í lagskiptum samfélögum, þar sem einkvæni var lögbundið, en einungis í um sex af hundraði tilvika. Eljurígurinn getur orðið býsna beinskeyttur; t.d. að hressa upp á útlitið, brigsla öðrum konum um lauslæti eða deyða börn keppinautanna. Í sumum samfélaga velja konur marga álitlega karla til samræðis til að krækja í bestu erfðirnar handa barni sínu. Þar sem svona fyrirkomulag gildir er einn eljara talinn fyrstifaðir. T.d. eiga konur meðal Achne og Bari þjóðanna í Suður-Ameríku, samræði við marga karlmenn, þegar getnaður hefur átt sér stað, til að skuldbinda þá til framfærslu barnsins. Þeir eru kallaðir aukafeður. Kona af áðurnefndum kynstofni Ache í Paragvæ skilgreinir óskamakann svo: „Ég á við öflugan karl, sem myndi arka þingmannaleið til veiða og gæti borið þunga byrði. Ég á við karl, sem sliti sér út, þegar aðra skortir þrek, sem réðist í að reisa kofa, þrátt fyrir regn og kulda; karl, sem stæði af sér raunir og hefði úthald. Góður karl er myndarlegur [með aðlaðandi ásjónu]. Þannig karl elska konur. Hann er notalegur í viðmóti, brosleitur og spaugsamur og fallegur.“ Ákveðinnar samsvörunar gætir í nútímasamfélögum, þegar konur velja sér vel stæðan eiginmann sem fyrirvinnu, en leita til æskilegri karla um erfðir. Í sumum nútímasamfélaga Vesturlanda eru karlar ekki færir um að ala önn fyrir fjölskyldu sökum fátæktar. Mæður stunda því raðeinkvæni eða fjölveri. Rannsóknir á hjónaböndum í eitt hundrað og níutíu samfélögum veiðimanna og safnara leiddi í ljós, að í sjötíu af hundraði tilvika voru hjónabönd skipulögð af foreldrum, en í einungis fjórum af hundraði þeirra réðu hjónaefnin sjálf ráðahagnum. Samdráttur án samþykkis foreldra átti sér stað í fjórtán af hundraði tilvika. Deilur gátu risið í samfélögum, þar sem um var að ræða brúðarverð eða vinnuskyldu af hálfu brúðgumans. Sums staðar tíðkaðist að skiptast á mökum. Í viðamikilli rannsókn, þ.e. á tíu þúsund manna þýði meðal þrjátíu og sjö þjóða eða ættflokka, kom í ljós, að konum þótti mikilvægast að verðandi brúðgumi ætti góða efnahagslega framtíð fyrir sér. Frami og metnaður karlanna skipti meginmáli. Ámóta viðamikil rannsókn á skilnaðarorsökum afhjúpaði, að ónógur stuðningur af karla hálfu væri mikilvægust þeirra. Í vestrænum samfélögum samtímans er sviðsmyndin svipuð. Konur af alls konar bergi brotnar, á mismunandi aldri og með ólíkan efnahag, völdu sér eiginkarla, sem betur voru menntaðar en þær og höfðu hærri laun. Þessi veruleiki endurspeglast í skáldskapi, sem höfðar til kvenna á okkar méli og reyndar í tveim sögum Gamla Testamentisins. Í sögum þessum er karlsöguhetjan, sem konan hreppir að lokum, jafnan eldri herra, drottnunargjarn og vel fjáður. Í ljósi þess, sem að ofan er sagt, ætti ekki að koma á óvart, að rannsóknir víða um heim bendi ákveðið til þess, að karlar taki trúnaðarbrot í kynlífi fremur nærri sér, en konur aftur á móti tilfinningalegt trúnaðarbrot karla sinna. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nær allir ættflokkar manna eiga sér sköpunarsögu. Í frumbernsku mannkyns voru sögur einatt sagðar um samruna eða samfarir náttúruafla. Í samrunanum fæddist mannkynið eða ættflokkurinn. Þegar eingyðistrú ruddi sér til rúms við sameiningu ættflokka og við ríkismyndun, hurfu náttúröflin meira eða minna úr sögunni sem gerendur. Þess í stað varð til önnur hugsmíð, veröld gyðja og guða, sem endurspeglaði líf kvenna og karla í hérvistinni. Þeim fækkaði þó jafnt og þétt, þar til ein gyðja eða einn guð réði ríkjum. Sá átti sér sjálfskipaðan spámann í jarðríkinu, sem jafnan boðaði hina einu sönnu trú á guð (og miðlægt vald). Í fyrrgreindum sögum var í sjálfu sér ekki farið í kyngreiningarálit. Mannkynið var eitt og samt. Jafnvel í leiðinlegum þrætum miðaldamanna í Evrópu um kosti og galla kynjanna, datt engum í hug að kljúfa mannkynið í herðar niður, fyrr en kvenfrelsararnir og hugmynd þeirra um almættisgyðjuna komu til sögunnar. Gyðja kvenfrelsaranna er algóð, alvitur og réttlát yfirburðakona. Enda er litið á konur sem yfirburðakyn, sem hefur búið við kúgun karla frá örófi alda. Kvenfrelsararnir eru spámenn hennar. Sögð er sköpunarsagan úr fyrndinni, þegar konur lifðu saman í sakleysi, sektarleysi, sátt og samlyndi. Í samfélagi kvennanna voru allar jafnar að verðleikum, ástin blómstraði og þær þroskuðust góðlátlega hver í kappi við aðra. Svo kom syndafallið. Fyrir um hálfri milljón ára síðan rak karl á fjörur kvennanna. Ein þeirra var veikgeðja og átti samfarir við karl þennan. Það var fyrsta nauðgunin, því samfarir eru óhjákvæmileg nauðgun af karlsins hálfu. Konur undirskipuðust þar með körlum, urðu fórnarlömb. Óþverrakarlarnir sáu sér leik á borði og stofnuðu með sér hin hræðilegu kúgunarsamtök, feðraveldið, með það að markmiði að kúga miskunnarlaust ástkonur sínar, mæður, dætur, sonar- og dótturdætur, vinkonur og frænkur. Í ljósi þessa ævintýris er þróun mannsins og mannkynssagan túlkuð. Í sama ljósi eru greind samskipti hinna gömlu kynja, karla og kvenna, sem nú eru á hverfanda hveli. Kvenfrelsunarbaráttan miðar að því að endurheimta hina horfnu kvenparadís. Vísindi og fræðaiðkun kvenfrelsaranna snýst um að sýna fram á sannleika þessa ævintýris og afhjúpa hinar ýmsu birtingarmyndir kúgunarinnar. Þeir hafa svo sannarlega í nógu að snúast, samkvæmt því, sem Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, rísandi stjarna meðal íslenskra kvenfrelsara, segir. Hún virðist ekki velkjast í vafa um sannleik kúgunarævintýrsins: „Veruleiki kvenna er þessi. Kynbundið ofbeldi ógnar lífi þeirra og heilsu. ... Vondi karlinn á sér enga eina birtingarmynd, hann er alls staðar og hvergi og þú veist aldrei hvort eða hvenær þú mætir honum. Stundum þekkir þú hann bara af góðu einu þar til hann snýst gegn þér. Stundum laðar hann þig til sín og brýtur á þér.“ (Þess má í framhjáhlaupi geta, að nefnt sköpunarævintýri hefur ratað inn í stefnuskrá Vinstri-Grænna, alþjóðasamninga og íslensk lög.) En það eru aðrar leiðir til að skoða þróun mannlífsins, kynin og samskipti þeirra í aldanna rás. Þróunarfræðin eru gagnleg við slíka skoðun. Grundvöllur þeirra eru verk hins snjalla náttúrufræðings, Charles Robert Darwin (1809-1882) um þróun tegundanna. Síðustu áratugina hefur kenningum hans verið aukinn gaumur gefinn og fjöldi rannsókna unninn í anda kenninga hans. Þar hafa margir ágætir vísindamenn komið við sögu. T.d. norður-ameríski þróunar- og vitþroska sálfræðingurinn, David Cyrril Geary ( f. 1957). Í bók sinni „Karlkyn, kvenkyn: þróun kynjamismunar manna“ (Male, female: The Evolution of Human Sex Differences),“ sem kom út á vegum norður-ameríska sálfræðingafélagsins árið 2010 í annarri útgáfu, gerir hann grein fyrir helstu framförum í kenningasmíði og rannsóknum um efnið. Leitast verður við að rekja nokkur atriði úr bók hans, er lúta að grundvallarsundurgreiningu kynjanna, æxlun og mökun. Allar lífverur hafa þróast þannig, að þær hafa tileinkað sér nauðsynleg bjargráð til að lifa af og tímgast. Viðleitni þeirra til að hafa stjórn á aðstæðum stuðlar að hæfni, viti, gáfu eða bjargráði. Lífið er í sjálfu sér tilgangslaust, þó viðleitni til viðhalds tegundarinnar sé ásköpuð. Því stjórnar leitin að maka, kynlíf og uppeldi afkvæma, að töluverðu leyti lífi einstaklinga þeirra tegunda, sem fjölga sér við kynmök. Menn, górillur og simpansar þróuðust úr sameiginlegri grunntegund, sem lifði fyrir sex til átta milljónum ára síðan. Aðskilnaður þessara tegunda hófst líklega fyrir fjórum til sex milljónum ára. Hluti af erfðamengi manna er keimlíkur erfðamengi górilla, enda þótt mannkyn sé líkara simpönsum að erfðalegri samsetningu. Þróunarmynstrið er skýrt. Með tilkomu upprétta mannsins (homo erectus) hafði kvenkynið stækkað að muni. Munur á líkamsstærð var miklu meiri á fyrri stigum þróunarinnar, væntanlega svipuð og gerist meðal górilla. Skýringin er hugsanlega breyting á samskiptum, þ.e. meiri samvinnu karldýra í stað baráttu um kvendýrin, sem stuðlaði að stærri líkamsvexti og meiri kröfum. Þess í stað urðu til bandalög karldýra, sem sameinuðust um veiðar, varnir og hernað. Þessi aðgreining vinnunnar þróaðist síðar frekar við náttúrval og kynval og varð að einkennum, mikilvægum við makaval. Geary segir m.a.: „Þegar á allt er litið miðast vöxtur og þroski að því að efla burði til æxlunar, þ.e. að öðlast vöxt og viðgang, líkamsburði, hátterni og hæfni, sem stuðla að velheppnaðri æxlun.“ ... „Hátterni manna ræðst af þeirri hvöt að ná tökum á bjargráðum í umhverfi, samskiptum og lífsbjörg, sem tengjast vexti og viðkomu í þróunarsögu mannsins.“ Í þróunarsögunni má greina afleiðingar kynvals. Síðbúnari líkamlegur þroski drengja samanborið við stúlkur, þar með talinn tímasetning, styrkur og lengd kynþroskaskeiðsins, fylgir sama mynstri og hjá fjölkvænisfremdardýrum (öpum). Á þessu þroskaskeiði þroskast hæfnin til að veiða, stunda bardaga og handfjatla þunga hluti. Yfirgnæfandi líkamsstyrkur sem og önnur líkamsfærni og einkenni karldýrsins skýrast væntanlega af baráttu og samkeppni við önnur karldýr. Þar er sem sé um kynval að ræða. Aflið kemur að góðum notum í bardaga við önnur karldýr – ekki síst um maka. En það hefur slæmar afleiðingar í för með sér; m.a. lengingu þroskaskeiðs og skert ónæmi sökum framleiðslu kynvaka (testosterone). Sama má segja um víðara grindarhol kvenna, enda þótt náttúruval komi þar jafnvel meira við sögu. „Kynjamunur, er lýtur að áhugaefnum, leikmynstri og félagslegum áhrifamætti, leiðir til aðskilnaðar drengja og stúlkna, sérstaklega á æskuskeiði – en viðhelst fram á gelgjuskeið,“ segir Geary. Í þróuninni hefur æskuskeiðið tvöfaldast að lengd samtímis tilurð flóknari mannfélaga. Orsakavaldurinn er að hluta til samvinna og samkeppni innan hópa og æxlunartvennda (para, sem fjölga sér). Þannig miðar þroski þeirra, hvað viðkemur athygli, hátterni og félagsmótun, að því að endurskapa sambönd og reynslu, sem beinir þroska þeirra áleiðis til bjargráða og æxlunar eins og tíðkaðist meðal forfeðra og formæðra. Rannsóknir hvarvetna og úr mörgum sjónarhornum draga upp skýra og einhlíta sviðsmynd um mun kynjanna; konur sýna meiri áhuga á ósérplægnum, gagnkvæmum samskiptum; karlar sýna meiri áhuga á völdum, samkeppni og baráttu, þ.e. stjórnmálum. Makaval og frjósemi eru grundvallarstef í þróun mannkyns. Í því efni eru forsendur kynjanna að ýmsu leyti ólíkar. Um það leyti, þ.e. þá sex daga eða svo, sem konur eru frjósamastar og kynvakar þeirra krauma (estrogen), laðast þær að myndarlegum, hávöxnum, ilmgóðum körlum með samræmi í líkamsvexti, sem búa yfir karlmannlegum andlitsdráttum og djúpri röddu. Þeir kynþokkafyllstu sýna einnig yfirgang í orði og æði og hafa sköpunargáfu til að bera. Slíka karlmenn kjósa þær til skemmri kynna, til undaneldis, en síður, séu þær giftar einum slíkum. Þegar þannig stendur á sækjast þær eftir blönduðum félagsskapi og daðra við álitlega karla. Trúlega láta konur egglos í veðri vaka. Í tilraun, þar sem metinn var ilmur úr skyrtum kvenna ýmist á egglosunartíma eða utan hans, kom í ljós, að „egglosunarskyrta“ sömu konu þótti meira aðlaðandi og kynæsandi, heldur en hin. Líklegt er talið, að sú þróun, sem felur í sér dulið egglos konunnar, samfara stöðugri löngun til kynlífs, hafi bætt stöðugleika sambands karldýrs og kvendýrs og stuðlað að betra uppeldi afkvæmanna. Þetta hefur líklega átt sér stað fyrir um hálfri milljón ára eða um svipað leyti og umhyggjufaðirinn kom til sögunnar. Karldýr/karlar velja sér til mökunar kvendýr/konur, sem líklegar eru til frjóvgunar og uppeldis afkvæma. Karldýrin berjast um kvendýrin. Þau eru þó ekki jafn vandlát og kvendýrin, sem velja öflugasta karldýrið, samkvæmt ríkjandi einkennum um afl. Slíkt gæti verið karldýr; sem tekur þátt í uppeldi ungviðisins meðal tegunda, þar sem það tíðkast; sem veitir vernd; sem aflar fæðu. Ríkjandi karldýr leitast við að einoka mökun til að tryggja erfðum sínum framgang. Engu að síður velja kvendýrin stundum valdaminni karldýr til mökunar. Bæði í heimi dýra og manna bregður oft og tíðum svo við, að einungis fá karldýr auka kyn sitt sökum samkeppni og drottnunar. Í Asíu eiga átta af hundraði karla ættir að rekja til Genghis Kahn (1162-1227). Talið er, að Genghis og nánir karlafkomendur hans séu forfeður um sextán milljóna manna í þessum heimshluta eða um 0.5 af hundraði íbúa heimsins. (Sæði keppa líka innbyrðis hjá mönnum eins og frjóvgun tveggja eggja með sæði sín hvors karlsins, ber vitni um, þ.e. tilurð tvíbura, sem eiga sinn hvorn föðurinn.) Erfðarannsóknir benda til sams konar þróunar víða um álfur, t.d. í hinum fyrstu menningarsamfélögum, þ.e. í hinni fornu Mesópótamíu, Egyptalandi, Indlandi, Kína og meðal Asteka og Inka í Mið- og Suður-Ameríku. Í tæpum helmingi samfélaga kjósa karlar fremur þriflega vaxnar konur, heldur en grannar. Þær þykja körlum þó töfrandi í um fimmtungi samfélaga, en engu að síður kjósa þeir – andstætt því sem haldið er á lofti í tískublöðum – þriflegar konur til sambúðar og barneigna. Konur keppa um vænlegasta karlinn. Í samfélögum fyrri tíma, þjónaði bæði heimanmundur og brúðgumaþjónusta þeim tilgangi. Heimanmundur tíðkaðist aðallega í lagskiptum samfélögum, þar sem einkvæni var lögbundið, en einungis í um sex af hundraði tilvika. Eljurígurinn getur orðið býsna beinskeyttur; t.d. að hressa upp á útlitið, brigsla öðrum konum um lauslæti eða deyða börn keppinautanna. Í sumum samfélaga velja konur marga álitlega karla til samræðis til að krækja í bestu erfðirnar handa barni sínu. Þar sem svona fyrirkomulag gildir er einn eljara talinn fyrstifaðir. T.d. eiga konur meðal Achne og Bari þjóðanna í Suður-Ameríku, samræði við marga karlmenn, þegar getnaður hefur átt sér stað, til að skuldbinda þá til framfærslu barnsins. Þeir eru kallaðir aukafeður. Kona af áðurnefndum kynstofni Ache í Paragvæ skilgreinir óskamakann svo: „Ég á við öflugan karl, sem myndi arka þingmannaleið til veiða og gæti borið þunga byrði. Ég á við karl, sem sliti sér út, þegar aðra skortir þrek, sem réðist í að reisa kofa, þrátt fyrir regn og kulda; karl, sem stæði af sér raunir og hefði úthald. Góður karl er myndarlegur [með aðlaðandi ásjónu]. Þannig karl elska konur. Hann er notalegur í viðmóti, brosleitur og spaugsamur og fallegur.“ Ákveðinnar samsvörunar gætir í nútímasamfélögum, þegar konur velja sér vel stæðan eiginmann sem fyrirvinnu, en leita til æskilegri karla um erfðir. Í sumum nútímasamfélaga Vesturlanda eru karlar ekki færir um að ala önn fyrir fjölskyldu sökum fátæktar. Mæður stunda því raðeinkvæni eða fjölveri. Rannsóknir á hjónaböndum í eitt hundrað og níutíu samfélögum veiðimanna og safnara leiddi í ljós, að í sjötíu af hundraði tilvika voru hjónabönd skipulögð af foreldrum, en í einungis fjórum af hundraði þeirra réðu hjónaefnin sjálf ráðahagnum. Samdráttur án samþykkis foreldra átti sér stað í fjórtán af hundraði tilvika. Deilur gátu risið í samfélögum, þar sem um var að ræða brúðarverð eða vinnuskyldu af hálfu brúðgumans. Sums staðar tíðkaðist að skiptast á mökum. Í viðamikilli rannsókn, þ.e. á tíu þúsund manna þýði meðal þrjátíu og sjö þjóða eða ættflokka, kom í ljós, að konum þótti mikilvægast að verðandi brúðgumi ætti góða efnahagslega framtíð fyrir sér. Frami og metnaður karlanna skipti meginmáli. Ámóta viðamikil rannsókn á skilnaðarorsökum afhjúpaði, að ónógur stuðningur af karla hálfu væri mikilvægust þeirra. Í vestrænum samfélögum samtímans er sviðsmyndin svipuð. Konur af alls konar bergi brotnar, á mismunandi aldri og með ólíkan efnahag, völdu sér eiginkarla, sem betur voru menntaðar en þær og höfðu hærri laun. Þessi veruleiki endurspeglast í skáldskapi, sem höfðar til kvenna á okkar méli og reyndar í tveim sögum Gamla Testamentisins. Í sögum þessum er karlsöguhetjan, sem konan hreppir að lokum, jafnan eldri herra, drottnunargjarn og vel fjáður. Í ljósi þess, sem að ofan er sagt, ætti ekki að koma á óvart, að rannsóknir víða um heim bendi ákveðið til þess, að karlar taki trúnaðarbrot í kynlífi fremur nærri sér, en konur aftur á móti tilfinningalegt trúnaðarbrot karla sinna. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar