Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun