Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 07:00 Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta sinn er nú unnin ítarleg greining á stöðu dvalarleyfa á Íslandi í dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu niðurstöður benda til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur af algjöru stefnuleysi á liðnum árum. Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum. Þó frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar á Íslandi hefur vöxturinn verið meiri en innviðirnir og velferðin þolir. Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu. Svarið er hins vegar ekki að loka landinu - heldur að opna augun. Svarið felst í að marka skynsamlega stefnu sem tryggir velferð íbúa landsins til skemmri tíma – en ekki síður til framtíðar. Umsóknir um dvalarleyfi um 10.000 – í landi þar sem 400.000 manns búa Pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hefur fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd. Lítið hefur verið rætt um dvalarleyfakerfið en það skapar grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta. Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast. Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa eru áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið er því opnara sem hefur ýmsar afleiðingar í för með sér. Ein þeirra er að hætta á misnotkun. Nýleg mansalsrannsókn bendir raunar til að þolendur hafi staðið veikt við komu til landsins og fengið dvalarleyfi á hæpnum forsendum. Norska leiðin Eftir að Noregur varð ríkt land jókst aðsókn í dvalarleyfi þar gríðarlega, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu. Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga. Ábyrg stefna í útlendingamálum Ísland á ekki að vera útsöluland í samanburði Norðurlandanna. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar um að aðstoða fólk við að aðlagast. Mikilvægt er að skoða kerfið í útlendingamálum heildstætt. Hvað varðar verndarkerfið þá mun ég í haust aftur leggja fram frumvarp til útlendingalaga þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum eru afnumdar. Þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem nú veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánaði. Í frumvarpinu er jafnframt ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar þegar menn hafa brotið alvarlega gegn lögum. Í því felast heilbrigð skilaboð um kröfur til fólks sem hingað flyst. Samhliða mun ég leggja fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Frumvarp mitt um farþegalista varð að lögum í vor. Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er að eflast enn frekar og lögreglumönnum í landinu hefur verið fjölgað um 50. Ég mun á næstunni jafnframt kynna tillögur um samræmingu reglna við Norðurlöndin hvað varðar dvalarleyfi á Íslandi. Gjöld fyrir dvalarleyfi verða hækkuð til samræmis við Norðurlöndin og reglur endurskoðaðar. Aðgerðir í útlendingamálum byggja á ábyrgri stefnu og skýrri sýn. Þannig munum við ná árangri. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun