Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum sem aðgengilegar eru frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands hefur orðið umtalsverð aukning á fjölda þeirra sem útskrifast með kennsluréttindi, sjá https://hi.is/kynningarefni/nemendur. Það eru jákvæð teikn á lofti en 2025 útskrifuðust 431 með MT eða MEd gráðu sem veitir möguleika á leyfisbréfi til kennslu í grunnskóla. Til samanburðar þá útskrifuðust 129 nemendur árið áður. Þar eru þá eru ekki meðtaldir útskrifaðir nemendur sem lögðu stund á leikskólakennarafræði eða sérhæft nám til framhaldsskólakennslu. Líklega má áætla að nýlegir kjarasamningar kennara hafi sitt að segja og því bera að fagna. En er núverandi námsfyrirkomulag að undirbúa nýja kennara nægilega vel fyrir kröfur starfsins. Því það er mergur málsins. Það skiptir litlu máli að brautskrá kennara sem skila sér aldrei á gólfið, eða brenna út á örfáum árum. Því legg ég til nokkrar óhefðbundnar nálganir varðandi kennaranámið sem gætu skilað sér í betur undirbúnum kennurum. Það fyrsta væri ákveðin iðnaðarmanna nálgun. Kennaranemar sinna verknámi sem stuðningsfulltrúar, allt B.Ed. námið á nemalaunum svipað eins og tíðkast í iðngreinum. Þar lærir viðkomandi bekkjarstjórnun, kynnist nemendum í raunaðstæðum og þeir verðandi kennaranum. Þá finnur viðkomandi líka fljótt í eigin skinni hvort hann er starfi sínu vaxinn og hvort þetta séu aðstæður sem viðkomandi telur sig geta unnið við. Aukinn ávinningur fyrir samfélagið er að tækla mönnunarvanda innan grunnskólanna auk þess að koma í veg fyrir að einstaklingurinn eyði fimm eða fleiri árum í nám, frá vinnumarkaði, en hættir um leið og á hólminn er komið. Í öðru lagi legg ég til að aukið verði verulega vægi verklegrar raddþjálfunar. Röddin er fyrst og síðast mikilvægasta verkfæri kennara. Það er líka sá hlutur sem getur átt þátt í að halda kennurum frá vinnu. Því það er hægt að takast á við markt og leysa eða harksér en viðkomandi kennir lítið raddlaus, nema nemendur kunni táknmál eða séu tilbúnir að taka eingöngu skriflegum leiðbeiningum á töflu eða í tölvuskjá. Dæmi hver fyrir sig um hversu líklegt það er fyrir nemendur á yngsta stigi sem dæmi. Í þriðja lagi að bæta verulega við þjálfun í samskiptum við foreldra, forsjáraðila og forráðamenn, allt frá framsetningu tölvupósta til samskipta símleiðis. Hvernig á að framkvæma foreldraviðtöl og foreldrafundi af skilvirkni og hagkvæmni. Í fjórða lagi væri það markviss kennsla og þjálfun á náms- og upplýsingakerfið Mentor. Allt skólastarf er gegnumsýrt af þessu forrit, þarna fara upplýsingagjöf, samskipti, verkefnaskil og einkunnagjöf fram og því er ekki seinna vænna en að nemandi komi til starfa vel sjóaður í notkun þess. Tillögur þessar eru byggðar á reynslu höfundar sem nýliða í kennslu, samtölum við aðra nýliða og eldri samkennara. Höfundur er grunnskólakennari og einlægur áhugamaður um menntamál.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun