Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 4. ágúst 2025 12:03 Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir að umsókn Íslands að Evrópusambandinu frá árinu 2009 er að öllum líkindum ennþá í gildi. A.m.k. ef marka má orð stækkunarstjóra Evrópusambandsins, forseta framkvæmdastjórnar þess, íslenskra ráðamanna og nú síðast liggur fyrir að þetta var skoðun utanríkisráðuneytis Guðlaugs Þórs Þórðarsonar frá árinu 2018, eins og fréttir hafa greint frá að undanförnu. Það er því í höndum íslensku þjóðarinnar að taka um það ákvörðun hvort halda skuli þessu ferli áfram samkvæmt boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður í síðasta lagi 2027, en sú þjóðaratkvæðagreiðsla nýtur skýrs meirihlutastuðnings á Alþingi Íslendinga og er á stefnuskrá ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Við búum skyndilega við aðra heimsmynd en blasti við fyrir örfáum misserum síðan. Það eru ekki lengur friðartímar. Það er stríð í Evrópu, sem hefur þegar haft veruleg áhrif á okkar samfélag og lífskjör. Að auki berast váleg tíðindi af þeim bandamanni sem Ísland hefur reitt sig á þegar kemur að landvörnum allt frá stríðslokum, Bandaríkjunum, sem er að ganga í gegnum miklar innantökur á stjórnmálasviðinu og hvers forseti hefur hótað að innlima bæði Kanada og Grænland, þar af Grænland með vopnavaldi. Það eru því ótraustari tímar fyrir lítið varnarlaust ríki á borð við Ísland en hafa verið allt frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Því væri óábyrgt af íslenskum stjórnvöldum að líta ekki til allra þeirra leiða sem til boða standa til að styrkja fullveldi og öryggi íslensku þjóðarinnar, en ein leið til þess væri aðild að bandalagi nánast allra fullvalda Evrópuríkja, þar á meðal þriggja af fimm Norðurlöndum, sem eru þau ríki sem við eigum nánasta samleið með og samstarf við. Ég vil því kalla á íslenska stjórnmálamenn, stjórnmálaflokka og forystumenn þeirra, að styðja þá viðleitni að þjóðin fái að ákveða hvort halda skuli áfram aðildarferlinu og komast til botns í því með hvaða hætti full aðild að Evrópusambandinu gæti treyst undirstöður fullveldis, öryggis og efnahags íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi vil ég hvetja þá, ef slíkt ferli verður til lykta leitt að afloknu jákvæðu svari þjóðarinnar við þeirri spurningu, til að meta aðildarsamning á grundvelli þess sem þar mun kunna að standa, en ekki fyrirframgefinna hugmynda um Evrópusambandið og aðild að því. Ég er Evrópufræðingur og prófessor í alþjóðastjórnmálum og hef skoðað og skrifað um Evrópumál í um þrjátíu ár. Í ljósi þess veit ég að aðild að Evrópusambandinu getur verið allskonar fyrir aðildarríkin. Sérlausnir í aðildarsamningum eru fjöldamargar og þó hugmyndin sé sú að þær eigi að vera “tímabundnar”, eru þær í mörgum tilfellum “varanlegar”, (að svo miklu leiti sem eitthvað getur verið varanlegt í þessum heimi), eða gilda eins lengi og þeirra er þörf, sökum eðlis Evrópusambandsins sem bandalags og samráðsvettvangs fullvalda ríkja, en ekki yfirþjóðlegs stjórnvalds. Innan Evrópusambandsins eru fjöldamargar leiðir til að gæta hagsmuna aðildarríkjanna, ekki síst grundvallarhagsmuna, hvort sem þau eru stór eða smá. Það er ljóst að íslenskir og aðrir evrópskir samningamenn myndu aldrei geta skilað af sér aðildarsamningi sem fæli í sér að íslenskum efnahag, sjávarútvegi eða landbúnaði, væri rústað með einhverjum hætti eða gengið gegn grundvallarhagsmunum íslensku þjóðarinnar. Að sama skapi yrði slíkur samningur ekki samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um hann, ef ég þekki mína þjóð rétt. Kæru íslensku stjórnmálamenn og fulltrúar okkar Íslendinga á Alþingi. Göngum til þessa verkefnis, sem gæti styrkt okkur sem fullvalda ríki, styrkt rödd okkar, með því að hún heyrðist við borðin þar sem ákvarðanir sem skipta okkur máli eru teknar, aukið öryggi okkar á válegum tímum og bætt hag íslensks almennings og fyrirtækja, jafnvel verulega, með opnum huga og með hagsmuni Íslands að leiðarljósi. Eða eins og góður Bandaríkjaforseti sagði af öðru tilefni fyrir næstum heilli öld síðan, þá er ekkert að óttast, nema óttann sjálfan. Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun