Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 6. ágúst 2025 23:53 Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju fyrst á borgina Hírósíma og þremur dögum síðar var annarri sprengju varpað á Nagasakí með hörmulegum afleiðingum. Fjörutíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna. Það er ótrúlegt að lifa í heimi þar sem við gætum gert svo margt gott. Ímyndið ykkur alla þá hæfileika sem búa í átta milljörðum jarðarbúa, allt ímyndunaraflið, sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem gætu fengið að blómstra. Hvað ef við gætum sameinast um að lifa saman í sanngjörnu samfélagi, þar sem gæðunum er dreift með réttlátum hætti? Hversu yndislegt væri að lifa í heimi þar sem kraftarnir færu í að byggja upp góðan og friðsælan heim, í stað þess að tortíma samborgurum okkar og vígvæðast gegn öðrum. Í stað þess að nýta krafta okkar til samvinnu, er stöðugt verið að hópa mannkyninu í andstæða póla. Við á móti hinum. Þannig birtast upphaf stríða ekki alltaf í stórum aðgerðum, heldur með stigvaxandi skilaboðum um utanaðkomandi ógn sem er leitast við að nota sem réttlætingu fyrir valdbeitingu. Fólki er talin trú um að það verði að vera tilbúið gegn mögulegri árás. Að það verði að vera öruggt. Hernaðarorðræðan er allt í kringum okkur. Þjóðir heims stofna „varnarbandalög“, sem eru í raun hernaðarbandalög. Talað er um svokallaðar „öryggisráðstafanir“ sem fela í sér vopnavæðingu, „friðargæslu“ sem inniheldur vopnaðan her, og „stöðugleika“ sem er oft tryggður með valdbeitingu. Þetta er orðræða sem leitast við að fegra ofbeldi og telja okkur trú um að þess sé þörf til að tryggja frið. Staðreyndin er sú að vopnavæðing er ekki leiðin að öryggi. Eyðilegging skapar ekki frið. Stríð skapar ekki frið, viðheldur ekki friði og kemur honum svo sannarlega ekki á. Það er ekkert eðlilegt við það að kjarnorkuvopn séu til staðar. Það er ekkert eðlilegt við það að vopn sem geta gereytt borgum, lífríki og framtíð séu varðveitt og þróuð í nafni öryggis. Eftirlifendur kjarnorkuárásanna stofnuðu árið 1956 samtökin Nihon Hidankyo sem hefur afnám kjarnorkuvopna að markmiði sínu. Þessi vopn eru ekki aðeins ómannúðleg – þau eru fjöldamorðsvopn sem eiga ekki samleið með mannkyninu. Eftirlifendur árásanna sögðu að kjarnorkuvopn mætti aldrei nota aftur og að þeir yrðu að vera síðustu fórnarlömbin. Það skiptir máli að standa saman fyrir friði og raddir eftirlifanda mega ekki gleymast. Segjum nei við hervæðingu heimsins, árásum og stöndum saman fyrir friði. Eitt af mínu uppáhaldslagi fjallar um fáranleikann í því hvernig stjórnvöld geta endalaust fjármagnað stríð og framleitt vopn en vilja ekki mæta grunnþörfum fólks og útrýma fátækt. Svo ég leyfi mér að vitna í upprunalegu orðin á ensku, okkur til umhugsunar: „They got money for wars, but can‘t feed the poor“. Heimurinn verður að snúa af braut vígvæðingar og eyðileggingar og velja lífið, samstöðuna og framtíðina, það gerum við með því að tala fyrir friði og krefjast þess. Höfundur er sósíalisti.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun