Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2025 08:03 Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hótun Evrópusambandsins um að leggja tolla á Ísland þvert á EES-samninginn er ekki í fyrsta sinn sem sambandið hefur haft í hótunum við okkur. Þvert á móti hefur það ítrekað gerzt á liðnum árum. Til að mynda bæði í Icesave-málinu og makríldeilunni á sínum tíma. Raunar hefur enginn hótað okkur í seinni tíð í sama mæli og Evrópusambandið. Varðandi Icesave-málið fólust hótanir Evrópusambandsins einkum í því að EES-samningnum yrði mögulega komið í uppnámi ef við Íslendingar samþykktum ekki að taka á okkur ábyrgðina á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæða í Icesave-netbankanum í Bretlandi og Hollandi. Gekk sambandið vægast sagt hart fram í þeim efnum. Hins vegar var sú staðreynd að samþykki okkar Íslendinga þyrfti fyrir því að við bærum ábyrgð á innistæðunum vitanlega næg rök fyrir því að við bærum ekki ábyrgð í þeim efnum. Fyrir vikið vildi Evrópusambandið alls ekki að málið færi fyrir dómstóla heldur yrði leyst með pólitískum samningnum þar sem ábyrgðin yrði öll á okkar herðum. Málið fór hins vegar loks fyrir EFTA-dómstólinn eftir að þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæði tveimur samningum, sem þáverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Skorað var á þáverandi forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson, að vísa samningunum til þjóðarinnar sem hann gerði. Framganga Evrópusambandsins var síðan kórónuð með því að það stefndi sér inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum og beitti þannig afli sínu til þess að reyna að koma í veg fyrir að hann dæmdi okkur í vil. Svo fór þó að lokum að dómstóllinn staðfesti að við Íslendingar bærum enga ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands. Hvað makríldeiluna varðar taldi Evrópusambandið, og telur í reynd enn, að við Íslendingar eigum alls engan rétt á því að veiða makríl þrátt fyrir að hann hafi árum saman gengið inn í íslenzku efnahagslögsöguna í verulegu magni. Ráðamenn í Brussel töldu sig einfaldlega eiga stofninn og hótuðu okkur öllu illu ef við létum ekki vera að veiða hann. Við Íslendingar bentum á það að við værum í fullum rétti til þess að veiða þá stofna sem væri að finna í efnahagslögsögu Íslands en sjálfsagt væri að semja um makrílinn eins og um aðra deilistofna. Ekki væri ásættanlegt að makríllinn kæmi inn í lögsöguna, fitaði sig þar á átu á kostnað annarra stofna og færi síðan yfir í lögsögu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa til þessa ekki náðst samningar um makrílveiðarnar á milli Íslands og Evrópusambandsins. Einkum vegna þess að sambandið hefur ekki verið til viðræðu um það að við Íslendingar fengjum í slíkum samningum hlutdeild sem endurspeglaði veru stofnsins í íslenzku lögsögunni. Raunar ekkert sem getur einu sinni talizt nálægt því. Mjög langur vegur er þannig frá því að hótun eins og sú sem Ísland stendur frammi fyrir í dag frá Evrópusambandinu sé eitthvað nýtt undir sólinni. Sú hefur þvert á móti sem fyrr segir reglulega verið raunin enda staðan oft og iðulega verið sú að hagsmunir okkar Íslendinga hafa engan veginn átt samleið með hagsmunum sambandsins. Deginum ljósara er að innan Evrópusambandsins hefðum við þannig orðið að taka á okkur Icesave-skuldir Landsbanka Íslands og ekki veitt svo mikið sem sporð af makríl. Fullveldið skipti sköpum í báðum þessum tilfellum eins og í svo mörgum öðrum þar sem hagsmunir lands og þjóðar hafa verið í húfi. Frelsið til þess að ráða okkar eigin málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar