Sextánda umferðin í Olís-deild kvenna var gerð upp í Seinni bylgjunni sem var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld.
Henry Birgir Gunnarsson og þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Haraldur Þorvarðarson fóru ofan í kjölin á umferðinni sem var ansi áhugaverð.
Fram hafði betur gegn ÍBV fyrr í kvöld og var þetta fjórtándi sigur toppliðsins í röð. Stjarnan vann KA/Þór í spennuleik og sömu sögu má segja af HK gegn Haukum.
Þrefaldir meistarar Vals lentu svo í engum vandræðum með botnlið Aftureldingar á heimavelli.
Umræðuna um umferðina má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.
Seinni bylgjan gerði upp 16. umferð Olís-deildar kvenna | Myndband

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA/Þór 24-23 | Ótrúlegur endurkomusigur Stjörnunnar í Ásgarði
Stjarnan vann nauman sigur á KA/Þór í Olís deild kvenna í dag þar sem sigurmarkið kom úr vítaskoti eftir að leiktímanum var lokið. Lokatölur 24-23.

Lovísa með tíu í öruggum sigri Vals
Lovísa Thompson var í stuði í kvöld þegar meistarar Vals unnu öruggan sigur á Aftureldingu, 32-22, í fyrsta leik 16. umferðar Olís-deildarinnar í handbolta.

ÍBV stóð lengi í toppliðinu
Fram vann sex marka sigur á ÍBV, 31-25, er liðin mættust í síðasta leik 16. umferðar Olís-deildar kvenna í kvöld.