Sendiherra Íslands finnur fyrir hertu taki Kínverja á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2020 10:45 Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Vísir/Getty Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter. Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa hert tak þeirra á internetinu og fjölmiðlum í landinu með því markmiði að ná tökum á aðgengi Kínverja að umfjöllum um Covid-19 veiruna svokölluðu. Vinsælustu VPN-þjónustur Kína, sem gera notendum kleift að komast í gegnum eldvegg Kína og framhjá umfangsmikilli ritskoðun yfirvalda þar, hafa orðið fyrir miklum árásum. Fyrir vikið eiga almennir Kínverjar og aðrir mun erfiðara með að komast á ritskoðuð vefsvæði eins og Google, Twitter og erlenda fjölmiðla. Facebook hefur þó að mestu verið aðgengilegt í Kína undanfarin ár. Segja má að hinn víðfrægi eldveggur Kína hafi verið styrktur eða hækkaður. Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Kína, segir í færslu á Facebook í dag að bið gæti orðið eftir skilaboðum frá honum vegna þessa. Í frétt Financial Times segir að fyrr í þessum mánuði hafi ríkið sent 300 „blaðamenn“ til Hubei-héraðs, þar sem veiran stakk fyrst upp kollinum, á sama tíma og erlendum blaðamönnum var vísað á brott vegna sóttkvíar. Vantraust almennra borgara á áróður ríkisins virðist þó hafa aukist á undanförnum vikum. Sérstaklega eftir að í ljós kom að læknar sem reyndu að hringja viðvörunarbjöllum vegna Covid-19 voru þvingaðir af yfirvöldum til að skrifa undir bréf þar sem þeir játuðu falskar fullyrðingar og þaggað var niður í þeim. Einn þeirra, Li Wenliang, dó svo vegna veirunnar. Sjá einnig: Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Undanfarnar vikur eru ummerki um að Kínverjar hafi sífellt meira leitað til erlendra fjölmiðla og virðast yfirvöld Kína vinna að því að halda aftur af þeirri þróun. Á sama tíma stofnaði Hua Chunying, talskona utanríkisráðuneytis Kína, Twittersíðu á dögunum, jafnvel þó almenningur í Kína fái ekki aðgang að Twitter. Samkvæmt FT er þetta fyrsta Twitter-síða opinbers talsmanns stofnunar í Kína. Í fyrsta tísti hennar, sem hún birti þann 14. febrúar, skrifaði hún að enginn vetur vari að eilífu. Vorið komi alltaf aftur. Aðrir notendur Twitter hafa spurt Hua hvaða VPN-þjónustu hún notist við til að fá aðgang að Twitter.
Íslendingar erlendis Kína Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira